Sólborg Guđbrandsdóttir hélt fyrirlestur fyrir nemendur unglingastigs

  • Grunnskólafréttir
  • 2. október 2019

Á mánudaginn kom Sólborg Guðbrandsdóttir í heimsókn hingað til okkar á Ásabrautina og hélt fyrirlestur fyrir nemendur unglingastigs.

Sólborg er stofnandi síðunnar "Fávitar" sem finna má á Instagram og hefur það að markmiði að fræða og berjast gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Síðustu mánuði hefur Sólborg hitt hundruði unglinga í skólum og félagsmiðstöðvum og frætt þau um samskipti, mörk, kynferðislegt ofbeldi og jafnrétti. 

Fyrirlesturinn var vel heppnaður og viljum við nota tækifærið og þakka Sólborgu kærlega fyrir komuna til okkar í Grunnskóla Grindavíkur.



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir