Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Heilsuleikskólinn Krókur tekur ţátt í fjölţjóđlegu verkefni um félagsfćrni ungra barna

  • Fréttir
  • 24. september 2019
Heilsuleikskólinn Krókur tekur ţátt í fjölţjóđlegu verkefni um félagsfćrni ungra barna

Heilsuleikskólinn Krókur er þátttakandi í fjölþjóðlegu verkefni um félagsfærni ungra barna.  Rannsóknastofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Verkefnið ber heitið Félagsleg hæfni leikskólabarna sem lykill að fullgildri þátttöku (BE-CHILD) og snýst um samstarf háskóla, rannsóknastofnana, leikskóla og kennara um þróun náms og kennslu í félagsfærni barna á aldrinum 0-6 ára. 

Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Króki sagði starfsfólk leikskólans vera mjög spennt fyrir verkefninu en Björg Guðmundsdóttir Hammer, sérkennslustjóri, stjórnar því en ásamt henni eru nokkrir kennarar með Björgu í teymi. Hulda sagði þá þætti sem væru undir í verkefninu einmitt vera grunnstoðir Heilsuleikskólans Króks. 

Um er að ræða tæplega 3ja ára verkefni en fyrsti fundur þessa spennandi verkefnis verður í Prag í janúar. 

Það er Háskóli Íslands sem leiðir verkefnið en rannsóknahópurinn samanstendur af fræðimönnum frá sex Evrópuríkjum. Þátttökulönd auk Íslands eru Ítalía, Rúmenía, Búlgaría, Tékkland og Eistland og mun hópurinn vinna að verkefninu næstu tvö árin í samstarfi við valda leikskóla í hverju þátttökulandi. Af heildarstyrk til verkefnisins koma tæpar 38 milljónir króna í hlut Háskóla Íslands. 

Hægt er að lesa meira um verkefnið hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. febrúar 2020

Afar slćmt veđur í nótt og á morgun

Fréttir / 7. febrúar 2020

Grindavík - Keflavík á morgun kl. 16:00

Fréttir / 6. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

Fréttir / 4. febrúar 2020

Samverustund fyrir Pólverja í Kvikunni

Fréttir / 31. janúar 2020

W ten weekend dni otwarte w Kvikan

Fréttir / 31. janúar 2020

Opiđ hús í Kvikunni um helgina