U-18 landsliđiđ í pílukasti á leiđ til Gíbraltar

 • Fréttir
 • 21. september 2019
U-18 landsliđiđ í pílukasti á leiđ til Gíbraltar

Íslenska U-18 landsliðið í pílukasti, sem allt er skipað drengjum úr Grindavík,  ferðast á morgun,  sunnudag til Gíbraltar en framundan eru þrjú mót hjá Junior Darts Corporation eða JDC. Mótin verða haldin í Europa Point Arena í Gíbraltar en um 26 lið frá 16 þjóðum eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi, Bandaríkjunum, Kanada munu taka þátt.

Þetta kemur fram á heimasíðu Íslenska pílukastsambandsins. PDPA Junior World Cup verður spilað þriðjudaginn 24. september en mótið er liðakeppni. Miðvikudaginn 25. september verður síðan spilaður einmenningur í DartConnect Junior International Open þar sem spilaður er beinn útsláttur. Fimmtudaginn 26. september verður haldið Scott Farms International Junior World Darts Championship en í því móti en þeir spilarar sem komast í úrslit munu spila úrslitaleikinn í Alexandra Palace í London þegar heimsmeistaramót PDC fer fram í desember.

Íslenska U-18 landsliðið er skipað þeim Tómasi Orra Agnarssyni, Tómasi Breka Bjarnasyni, Alexander Þorvaldssyni og Alex Mána Péturssyni en þeir eru allir sem fyrr segir  í Pílufélagi Grindavíkur.

Pétur Rúðrik Guðmundsson er landsliðsþjálfari U-18 og hafði hann þetta að segja um mótin sem eru framundan:

Undirbúningur fyrir JDC mótin hafa gengið mjög vel. Strákarnir hafa æft af kappi og eru mjög spenntir í að keppa við þá bestu í heiminum. Þeir hafa tekið þátt í töluvert af pílumótum í fullorðinsflokki og hafa staðið sig með mikilli prýði. Til að mynda vann Alex Máni sér inn sæti í Lengjudeildinni og hann er einungis 15 ára. Alexander Veigar átti einnig möguleika en komst ekki á síðasta mótið til að eiga möguleika á að vinna sér inn sæti. Í ljósi þessa, þá held ég að við séum eins undirbúnir og hægt er fyrir þetta mót. Við erum með tvo stráka í Alex Mána og Alexander Veigari sem gætu strítt þessum bestu á góðum degi og svo erum við með aðra tvö, Tómas Orri og Tómas Breki sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Varðandi markmið fyrir mótið, þá erum við á þeim stað að við erum að keppa við drengi sem eru alveg upp í 18 ára og því kannski ekki raunhæft að setja sér háleit markmið en þetta eru allt miklir keppnismenn þannig að ég veit að þeir trúa á sjálfan sig og í huga þeirra gæti leynst háleit markmið. En frá minni hendi séð, þá er þetta mót til að öðlast reynslu og læra að njóta sín að keppa við þá bestu. Það mun vonandi færa okkur þá reynslu sem þarf til að stefna á sigur í svona keppni til framtíðar.

Staðan í unglingapílu á Íslandi er á byrjunarreiti. Það er mikill áhugi fyrir pílukasti og eru skólar byrjaðir að taka pílu upp sem valfög. Enda er mikil stærðfræði og hugarreikningur fólgin í pílukasti og því liggur það beinast við að nýta píluna ekki bara sem skemmtun, heldur einnig sem æfing í stærðfræði. Svo er pílukast mikil hugaríþrótt og er mjög góð leið til að æfa hugann í erfiðum aðstæðum sem nýtist í í hvaða íþrótt sem er.

Það sem vantar núna eru fastar unglingaæfingar hjá pílufélögunum og að þeir pílukastarar sem eru nú þegar að kasta, leyfi krökkunum sínum að vera með þegar þau eruð að kasta pílu. Það er ekki nema ca. þrjú ár síðan við byrjuðum að huga að unglingastarfinu og það tekur tíma að bæði kveikja áhugann hjá krökkunum og ekki síður að opna augun hjá foreldrum fyrir þessari skemmtilegu íþrótt. Ég held að á næstu þremur árum, þá munum við sjá mikla aukningu á iðkenndum í pílukasti á meðal krakka og unglinga og hver veit nema að við eignumst evrópu- eða heimsmeistara unglinga í pílukasti á næstu fimm árum. Ég vil hvetja alla krakka og unglinga að prófa pílukast og ég vil sérstaklega hvetja stúlkur til að prófa þetta og láta sjá sig þegar æfingar eru auglýstar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa

Grunnskólafréttir / 7. október 2019

Umferđaröryggi

Fréttir / 2. október 2019

Bilun í vatnsveitu á Selsvöllum

Fréttir / 1. október 2019

Veronica Smeltzer og Vladan Djogatovic best

Fréttir / 30. september 2019

Brúardekkiđ steypt á nćstu dögum

Nýjustu fréttir 11

Sviđamessa Lions framundan

 • Fréttir
 • 14. október 2019

Zeba áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 11. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Túfa ekki áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 6. október 2019

PMTO námskeiđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019