Nýjar reglur um styrki vegna íţróttaafreka

  • Fréttir
  • 16. september 2019
Nýjar reglur um styrki vegna íţróttaafreka

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag nýjar reglur um styrki vegna íþróttaafreka. Reglurnar taka gildi um næstu áramót og leysa af hólmi reglugerð Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur frá 2009. Samkvæmt reglunum verða veittir styrkir í fjórum flokkum, þ.e. landsliðsstyrki, afreksstyrki, fræðslustyrki og stuðningsstyrki.

Landsliðsstyrkir eru veittir til íþróttafólks sem valið hefur verið í landslið Íslands í sinni íþróttagrein. Styrkurinn er eingöngu veittur til æfinga- og keppnisferða erlendis. Landsliðsfólk á rétt á styrk ef það þarf sjálft að greiða hluta af flugfari eða gistingu og/eða ef það hefur orðið fyrir vinnutapi vegna landsliðsverkefna.

Afreksstyrkir eru veittir til félaga og/eða einstaklinga sem unnið hafa Íslands-, bikar-, deildar- eða fyrirtækjameistaratitil í meistaraflokki. Jafnframt eru veittir styrkir til félaga sem vinna sig upp um deild í meistaraflokki.

Fræðslustyrkir eru veittir til þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþróttafélaga, sem starfað hafa með ungu íþróttafólki í Grindavík í að lágmarki 3 ár og stefna að því að gera það áfram, til þess að leita sér aukinnar þekkingar og/eða réttinda með námskeiðum eða annarskonar fræðslu. Styrkirnir eru veittir til einstaklinga eða hópa.

Loks eru veittir stuðningsstyrkir til keppenda, yngri en 18 ára, sem taka þátt í æfingaferðum, mótum eða landsliðsverkefnum erlendis og þurfa á einhvern hátt á aðstoð að halda, t.d. vegna fötlunar. Styrknum er ætlað að standa straum af kostnaði vegna þjálfara, fararstjóra eða fylgdarmanns.

Hver umsækjandi getur alla jafna hlotið styrk tvisvar sinnum á ári. Séu sérstakar ástæður fyrir hendi er frístunda- og menningarnefnd heimilt að úthluta styrkjum til sama styrkþega oftar og skal nefndin þá rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega.

Reglurnar má lesa hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. desember 2019

Styrktartónleikum frestađ um viku

Fréttir / 6. desember 2019

Grindavík tekur á móti KR í kvöld

Fréttir / 5. desember 2019

Ađventuhátíđ á sunnudaginn

Fréttir / 4. desember 2019

Söngveisla í kvöld í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 28. nóvember 2019

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 26. nóvember 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 26. nóvember 2019

Liđveitendur óskast

Fréttir / 26. nóvember 2019

Kveikt á krossljósunum í kirkjugarđinum

Fréttir / 26. nóvember 2019

Ljósin tendruđ á jólatré Grindavíkurbćjar

Fréttir / 25. nóvember 2019

Samstarf um aukna frćđslu í ferđaţjónustu

Grunnskólafréttir / 25. nóvember 2019

Spurningakeppni unglingastigs hafin

Fréttir / 25. nóvember 2019

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík