Stúlknakór Tónlistarskólans í Grindavík

  • Tónlistaskólafréttir
  • 1. október 2019

Stúlknakór fyrir stelpur (4. bekk – 7. bekk) sem hafa áhuga á að kynnast skemmtilegu kórstarfi og læra ný lög.

Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum í húsnæði tónlistarskólans. 

Verkefnin í vetur verða fjölbreytt. Stefnt er á að taka upp jólalag og gera myndband við lagið, taka þátt á nýárstónleikum í Reykjanesbæ með Trio Grande auk þátttöku í söng- og leikdagskrá um ævi og störf Sigvalda Kaldalóns með Guðrúnu Ásmundsdóttur í Grindavík. 

Markmiðið er að kenna nemendum að nota sína eigin rödd í kór, læra á styrkleika raddarinnar, einbeitingu og öndunarsöngtækni. Að vera í stúlknakór Tónlistarskólans er gjaldfrjálst. 

Áhugasamir geta skráð sig fyrir 21. september, með því að senda tölvupóst til Alexöndru, kórstjóra stúlknakórsins á netfangið alexandrac@grindavik.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun