Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

  • Fréttir
  • 4. september 2019
Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

Árlega sér slysavarnadeildin Þórkatla um sölu á Sjóaranum síkáta. Salan fer fram í gámi deildarinnar, sem fékk nafnið Ellubúð, eftir Elínu Pálfríði Alexandersdóttur félagskonu og heiðursfélaga deildarinnar, sem gaf gáminn fyrir nokkrum árum.


Sjómannahelgin er viðamesti viðburðurinn sem deildin kemur að og margar hendur sem vinna þurfa verkin, og því fleiri hendur því betur gengur allt.

Í sumar ákvað stjórnin að veita þeim konum sem tök höfðu á að vinna um helgina gjöf að þakklæti fyrir vinnuna. Stjórnarkonur heimsóttu félagskonur og færðu þeim gjafapoka sem samanstóð af snyrtivörum frá Bláa lóninu, dagblaði, tímariti auk áskriftar og bíómiða. Allt eitthvað sem tilvalið var að njóta í sumarfríinu.


Hér má sjá myndir af nokkrum félagskonum taka við gjöfinni. Nokkrar konur eiga enn gjafapoka hjá stjórninni, þar sem erfitt hefur reynst að hitta á þær. Stjórn Þórkötlu þakkar félagskonum kærlega fyrir vinnuna á Sjóaranum síkáta.


Marta María Sveinsdóttir komin með gjafapokann úr hendi Emmu Geirsdóttur varaformanns.

Guðrún María Vilbergsdóttir meðstjórnandi og Valdís Helga Lárusdóttir gjaldkeri færa Þórhildi Ósk Ólafsdóttur (í miðju) gjafapoka.

Hulda Kristín Smáradóttur tekur við gjafapokanum frá Sigrúnu Stefánsdóttur meðstjórnanda.

Valdís Helga Lárusdóttir gjaldkeri og Guðrún María Vilbergsdóttir meðstjórnandi færa Sigurbjörgu Guðmundsdóttur gjafapokann.

Gjafapokinn góði.

Innihald gjafapokans.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. nóvember 2020

Viđhald gatnalýsingar í Grindavík

Grunnskólafréttir / 23. nóvember 2020

Ljóđiđ Vonin, hugmynd frá börnunum

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2020

Hringekja- stöđvavinna í 1.bekk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?