Heimanám

  • Grunnskólafréttir
  • 29. ágúst 2019
Heimanám

Á skólaþingi með foreldrum og nemendum fyrir þremur árum var rætt um heimanám. Niðurstöður þessa þings leiddu til þess að samþykkt var að megináherslan í heimanámi yrði á lestur. Allir nemendur frá 1.-10.bekk eiga því að lesa heima og þjálfa sig í lestri og lesskilningi með forráðamönnum sínum.
Í vor var lögð fyrir könnun meðal foreldra um heimanámið og voru helstu niðurstöður þessar: 
–    250 vildu ekki heimanám
–    205 vildu heimanám
–    Af þeim sem vildu heimanám voru 50 sem vildu  íslensku og stærðfræði
–    Þeir sem vildu heimanám vildu sem svarar til  1-3klst á viku
–    Ekki var um mun mun að ræða á afstöðu foreldra eftir aldri nemenda.

Í ljósi niðurstaðna hefur verið ákveðið að:
a)    Nemendur vinna eftir kennsluáætlun eins og verið hefur.
b)    Mikilvægt er að nemendur nýti vel hverja kennslustund og verkefnatíma sem eru inni á stundatöflu t.d. á móti sundskipulagi.
c)    Ef nemendur ná ekki að ljúka verkefnum á tilsettum tíma þá er gott að kennarar hafi samvinnu við foreldra um hvort þeir vilja fá verkefni heim til að ljúka með sínu barni.Skil á þessum verkefnum eru ekki á mánudögum því við viljum leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag og að fjöldkyldan eigi sameiginlega frídaga um helgar.
d)    Mikilvægt er að gæta þess að nemendur fái námsefni við hæfi, bæði þeir sem fara hægar og þeir sem fara hraðar. Ef nemendur ljúka verkefnum á undan áætlun fá þeir nýja áætlun og geta haldið áfram í námsefninu og/eða fengið annarskonar verkefni.


Deildu ţessari frétt