Ţorleifur Freyr 3500. íbúi Grindavíkur heiđrađur

  • Fréttir
  • 28. ágúst 2019
Ţorleifur Freyr 3500. íbúi Grindavíkur heiđrađur

Á dögunum náði íbúafjöldi Grindavíkurbæjar 3500 manns en fyrir ekki svo löngu síðan, eða í ársbyrjun 2015 náði íbúafjöldinn tölunni 3000 en það var með fæðingu tvíburanna Víkings Inga og Frosta Þórs. Í dag eru íbúar þó orðnir nokkuð fleiri en 3500 en nýjustu tölur voru 3514. 

Það var hinn tveggja ára gamli Þorleifur Freyr Steinsson sem var 3500. íbúi Grindavíkur en hann fluttist til Grindavíkur ásamt foreldrum sínum þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni frá Hafnarfirði. Móðir hans er uppalinn Grindvíkingur og flytur því aftur í heimabæ sinn.

Þorleifur Freyr kom í fylgd foreldra sinni á fund bæjarstjórnar í gær og tók við viðurkenningu í tilefni þess að vera 3500. íbúi bæjarins. Hann fékk viðurkenningaskjal því til staðfestingar auk þess að fá blómvönd, Múmín bolla, 25.000 króna fjárhæð í Landsbankanum og gjafakort í íþróttaskólann sem hefst í haust.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á bæjarstjórnarfundi Grindavíkurbæjar en þar má sjá Þorleif Frey ásamt foreldrum sínum þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni. Með þeim á myndinni eru Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar. 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Örfá pláss laus á selló

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Kennsla í tónlistarskólanum hafin á ný