Klókir krakkar: Námskeiđ ađ hefjast

  • Fréttir
  • 23. ágúst 2019

Klókir krakkar er námskeið ætlað börnum 8–12 ára með hamlandi kvíða og foreldrum þeirra.

Klókir Krakkar (Cool Kids Program) er meðferðarúrræði sem var þróað hjá áströlsku rannsóknamiðstöðinni Macquire University Anxiety Research Unit (MUARU) í samvinnu við Ronald M. Rapee og samstarfsmenn hans. BUGL sá um að koma í gagnið íslenskri útgáfu  námskeiðsins 2005.  


Klókir krakkar er meðferðarúrræði fyrir börn og foreldra þeirra. Börnin vinna saman í hópi með tveimur sálfræðingum og foreldrar í öðrum hópi með einum sálfræðingi. Þau eru frædd um eðli kvíða og kenndar aðferðir til að takast smám saman á við kvíða barnanna. Börnunum er kennt að hugsa eins og einkaspæjari þar sem þau finna sannanir fyrir óraunsæjum kvíðahugsunum og læra að hugsa á raunsæjan hátt. Einnig er farið í stigvaxandi berskjöldun þar sem börnin læra að mæta óttanum í litlum skrefum. 


Í seinni hluta meðferðarinnar er farið í félagslega færni og ákveðniþjálfun. Foreldrar fá fræðslu um kvíðaeinkenni og úrræði, hvernig er að ala upp barn sem þjáist af kvíða og farið er yfir hvað börnin læra í hverjum tíma fyrir sig. Börnin vinna sér þar að auki inn smá umbun í hverjum tíma fyrir þátttöku, heimaverkefni og fleira.  Námskeiðið er ekki ætlað börnum á einhverfurófi


Næsta námskeið verður kennt á tímabilinu 2. október til 4. desember  2019.

Fyrirkomulag
Kennt verður í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ, Skólavegi 1. Námskeiðið er alls átta skipti, 90 mínútur  í senn. Kennt verður á miðvikudögum sem hér segir:
- 2. október kl 15.30 - 17.00
- 9. október kl 15.30 - 17.00
- 16. október kl 15.30 - 17.00
- 23. október kl 15.30 - 17.00
- 30. október kl 15.30 - 17.00
- 6. nóvember kl 15.30 - 17.00
- 20. nóvember kl 15.30 - 17.00
- 4. desember kl 15.30 - 17.00


Leiðbeinendur eru Einar Trausti Einarsson, Kristín Guðrún Reynsidóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingar.

Skráning og námskeiðsgjald
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ingamaria@grindavik.is   Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu Grindavíkurbæjar. Námskeiðskostnaður er 20.000 kr (námskeiðsgögn og pizzuveisla innifalin). 

Opið er fyrir skráningu til og með 13. september. 


Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Ingibjörg María yfirsálfræðingur í síma 420-1100 og í tölvupósti ingamaria@grindavik.is
 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir