Söguslóđir Sigvalda Kaldalóns - Söngvaskáld á Suđurnesjum

  • Fréttir
  • 15. ágúst 2019
 Söguslóđir Sigvalda Kaldalóns - Söngvaskáld á Suđurnesjum

Söngvaskáld á Suðurnesjum ganga um söguslóðir tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns í Grindavík fimmtudaginn 15. ágúst. Gangan hefst við Grindavíkurkirkju.

Á göngunni verður sagt frá ævi hans og tónlist en komu hans á Suðurnes hefur verið líkt við menningarbyltingu. Á leiðinni verða flutt þekkt lög Sigvalda eins og Suðurnesjamenn, Ísland ögrun skorið og Á sprengisandi.

Göngumönnum er frjálst að taka undir en tónlistin verður í höndum þeirra Elmars Þórs Haukssonar og Arnórs B. Vilbergssonar. Göngustjóri og sögumaður er Dagný Maggýjar.


Deildu ţessari frétt