Tómas Ţorvaldsson GK 10: nýtt skip algjör bylting

 • Fréttir
 • 9. ágúst 2019
Tómas Ţorvaldsson GK 10: nýtt skip algjör bylting

Tómas Þorvaldsson GK 10, nýr togari í eigu Þorbjarnar hf kom í fyrsta skipti til heimahafnar í gær eftir að hafa farið sinn fyrsta túr. Um er að ræða 67 metra langt  skip sem er 14 metra breitt og vel tækj­um búið að öllu leyti. Sigurður Jónsson, skipstjóri var ánægður með fyrsta túrinn í samtali við heimasíðuna. Hann sagði allt hafi gengið með ágætum en menn voru líka að nýta túrinn til að læra á nýtt skip en Tómas getur meðal ann­ars dregið tvö troll.

"Þetta er auðvitað algjör bylting. Líkamleg áreynsla er allt önnur í þessum nýja togara. Hérna áður var allur burður með pönnurnar það sem tók á líkamlega. Núna eru vélar sem sjá um þetta þannig að þetta er allt annað og frystitækin eru nú orðin sjálfvirk." Sigurður sagði áhöfnina vera mjög ánægða með nýja togarann. "Það er allt miklu rýmra og það nýtist margt betur. Þetta er auðvitað miklu meira og stærra skip en Hrafn Sveinbjarnarson. Þessi er 3 metrum breiðari og 5 metrum lengri. Við höfum allir góða tilfinningu fyrir honum. Það er töluvert minni veltingur og matur og annað sem ekki var hægt að hafa á borðum í Hrafninum er núna hægt að vera með á borðum í þessum. Þetta er hörku sjóskip og mjög spennandi skip að fá að vera með" sagði Sigurður að lokum. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar annars vegar af Jóni Steinari Sæmundssyni sem birti mjög flott dróna-myndband í gær á Facebook síðu sinni hér, og hins vegar tók BergÞór Gunnlaugsson, annar skipstjóra á Tómasi líka myndir á sinni síðu. 

Eigendur Þorbjarnar hf ánægðir við komu togarans (Mynd: Bergþór)

Mynd: Bergþór

Sigurður Jónsson, skipsstjóri ásamt Gunnari, Eiríki og Gerði Sigríði Tómasbörnum með mynd af Grindavík og Grindavíkurhöfn sem var gjöf frá TG raf.

Skjáskot af dróna-myndbandi Jóns Steinars.

Skjáskot af dróna-myndbandi Jóns Steinars.

Skjáskot af dróna-myndbandi Jóns Steinars.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa

Grunnskólafréttir / 7. október 2019

Umferđaröryggi

Fréttir / 2. október 2019

Bilun í vatnsveitu á Selsvöllum

Fréttir / 1. október 2019

Veronica Smeltzer og Vladan Djogatovic best

Fréttir / 30. september 2019

Brúardekkiđ steypt á nćstu dögum

Nýjustu fréttir 11

Sviđamessa Lions framundan

 • Fréttir
 • 14. október 2019

Zeba áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 11. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Túfa ekki áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 6. október 2019

PMTO námskeiđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019