Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan

  • Fréttir
  • 26. júlí 2019

Grindavík.is telur niður í verslunarmannahelgina. Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Rödd unga fólksins og rekstrarstjóri hjá Höllu stefnir á þjóðhátíð í ár með vinahóp sínum. Langtíma veðurspá í Eyjum er rok og rigning um verslunarmannahelgina en m.v. hvernig sumarið er búið að vera þá auðvitað gerum við ráð fyrir sól og blíðu. Annars er það bara regngallinn góði og stígvél. 

Ertu búin að ákveða að fara eitthvað um verslunarmannahelgina?
Já við erum að fara vinahópurinn á Þjóðhátíð í Eyjum :)

Hvað er ómissandi í útileguna að þínu mati?
Númer 1, 2 og 3 er að vera í góðra vina hópi og spil

Hvað er best að borða í útilegu?
Það er eitthvað við það að borða grillaðar pylsur í útilegu, það er alltaf viss stemning

En drekka?
Ískaldur bjór

Hvernig myndir þú lýsa góðri útilegu?
Gott veður, fjallganga, sund, grill, bjór og spil í góðra vina hópi

Ef þú gætir valið að fara hvert sem er um verslunarmannahelgina hvert myndir þú fara?
Á Íslandi væri það þjóðhátíð í Eyjum en ef erlendis þá væri það líklegast Balí
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!