Opiđ sviđ á Bryggjunni

  • Skemmtun
  • 25. júlí 2019

Opið svið snýr aftur á Bryggjuna. Í tilkynningu kemur fram að föstudagskvöldið 2. ágúst verði gamla góða Bryggjustemningin endurvakin með sérstöku hátíðar Opnu Sviði í Netagerðinni, hinum nýja glæsilega tónleikasal Bryggjunnar í Grindavík.

"Dagskráin byrjar kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00. Tónlistarmennirnir Halldór Lárusson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari & Þorgils Björgvinsson alltmögulegtleikari munu leika og er gestum og gangandi velkomið að stíga á svið með þeim félögum og taka lagið. Svo má einnig segja sögur, spjalla, leysa lífsins vanda og koma með óskalög að sjálfsögðu. Þeir félagar eru öllu vanir enda eru Opnu Sviðin orðin á fimmta tuginn síðan þau hófust 2013 og hafa notið fádæma vinsælda!"
Aðgangur á Opið svið er ókeypis.


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál