Ungir Grindvíkingar öflugir í pílukasti

  • Fréttir
  • 25. júlí 2019
Ungir Grindvíkingar öflugir í pílukasti

Við greinum frá því um daginn að fjórir ungir Grindvíkingar tóku þátt í Evrópumóti unglinga í Tyrklandi. Pílufélag Grindavíkur hefur vaxið mikið undanfarin ár og nú er svo komið að unglingastarfið er orðið mjög öflugt hjá þeim. 

Pílukast er vaxandi íþrótt í heiminum í dag og í gegnum árin hafa Suðurnesin verið dugleg í að framleiða góða pílukastara og þar má sérstaklega nefna Grindavík í því samhengi. Fremstir í flokki eru bræðurir Guðjón og Pétur Haukssynir og Sveinbjörn Ægir Ágústsson en til samans eiga þeir a.m.k. 14 íslandsmeistaratitla.

Grindavík er enn að gera mjög góða hluti þegar kemur að pílukasti og í dag eigum við Grindvíkingar núverandi Íslandsmeistara í bæði karlaflokki sem og unglingaflokki. Það eru feðgarnir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Alex Máni Pétursson.

"Það hefur alltaf verið mikil gróska í pílukasti í Grindavík og eigum við í dag fjóra unglingalandsliðsmenn sem og tvo A-landliðsmenn. Þar á meðal er Páll Árni Pétursson sem er sonur Péturs Haukssonar og frændi Guðjóns Haukssonar." Sagði Pétur Guðmundsson Íslandsmeistari og formaður Pílufélags Grindavíkur í samtali við heimasíðuna. 


Pétur segir pílukast vera íþrótt sem hentar vel með öðrum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. "Það er auðvelt að setja upp aðstöðu heima hjá sér og kasta bæði sér til skemmtunar og einnig til gagns. Pílukast hefur verið notað í skólakerfum erlendis sem og hérlendis til að efla stærðfræði og hugarreikning. Grunnskóli Grindavíkur er með valfög í pílu fyrir 7-10 bekk og hefur það gengið mjög vel og vel sótt" segir Pétur. 


Hann segir pílukast hafa þróast á undanförnum árum frá því að vera séð sem íþrótt sem stunduð er a börum, út í að verða alvöru íþrótt sem býður upp á marga mögleika tengt bæði skemmtun, keppni sem og atvinnu ef hugurinn stefnir þangað. "Við í Grindavík eigum öfluga unglingalandsliðsmenn sem hafa staðið sig vel undanfarið og nýlega tók Unglingalandslið Íslands þátt í Evrópumóti unglinga í Tyrklandi. Landsliðsmennirnir fjórir komu allir frá Grindavík. En þeir voru; Alex Máni Pétursson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Tómas Breki Bjarnaso og Tómas Orri Agnarsson. Þeir voru landi og þjóð til mikilla sóma," segir Pétur. 
 

"Okkar strákar hafa verið að gera góða hluti undanfarin ár og má þar helst nefna Alex Mána Pétursson og Alexander Veigar Þorvaldsson sem eru báðir mjög efnilegir kastarar og koma frá Grindavík. Alex Máni er Íslandsmeistari unglinga síðustu fjögurra ára og árið 2018 þá sigraði hann alþjóðlegt mót í Finnlandi (Finnish Open) fyrir 18 ára og yngri sem var haldið samhliða Norðurlanda móti karla og kvenna. Þess má geta að Alex Máni var einungis 14 ára þegar hann vann það mót. Þannig að framtíðin er björt hjá okkur og verður gaman að sjá unglingana okkar vaxa og dafna í þessari skemmtilegu íþrótt."

"Framundan eru bjartir tímar í Grindavík tengt pílukasti þar sem við fáum í haust aðstöðu í nýja íþróttahúsinu og framhaldi verða settar á reglulegar æfingar hjá bæði unglingum sem og fullorðnum. Við hlökkum til að sjá ykkur þar og vonandi náum við að halda áfram að framleiða öfluga pílukastara til að keppa fyrir Íslands hönd. Hver veit nema að við eignumst atvinnumann/konu í pílukasti þegar fram í sækir. Við hverjum sérstaklega stúlkur og kvenfólk til að láta sjá sig á æfingum hjá okkur," segir Pétur að lokum. 
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu