Bjargar ćđarvarpi viđ Bláa Lóniđ

  • Fréttir
  • 4. júlí 2019

Í mörg ár hefur æðarfuglinn verpt eggjum við Bláa Lónið. Æðarfugl er stór kafönd sem heldur sig nær eingöngu á og við sjó og er algengasta önd landsins. Þegar ungarnir klekjast úr eggjunum við Bláa Lónið vandast málið. Ekkert æti er þar fyrir æðarungana. Til að komast í æti, sem er sjávarfang, þarf fuglinn að ferðast tæpa 6 km yfir úfið hraunið og ljóst að aðeins þeir allra sterkustu munu lifa það ferðalag af. 

En hættan er víða þegar fuglinn hreiðar um sig við Bláa Lónið. Hann fer út á malbikið þar sem töluverð umferð er og hættir þar auðveldlega lífi sínu í umhverfi sem er honum framandi. 

Hallgrímur Hjálmarsson hefur frá blautu barnsbeini verið í senn mikill dýravinur og náttúruunandi. Honum er sannarlega umhugað um lífríkið á svæðinu og það tók á að sjá hversu illa hafði gengið undanfarin ár, fyrir æðafuglinn að koma upp ungum á vatnsstæðinu við Bótina. 

Hann brá því á það ráð að koma eggjunum sem voru í hreiðrum við Bláa Lónið, þar sem ungarnir biðu örlaga sinna, í útungunarvél heima hjá sér, og færa þá síðan niður á vatnsstæðið þegar þeir væru komnir úr eggjunum. Hann skildi þó alltaf eitt egg eftir í hreiðri. 

Nú þegar hefur Hallgrímur farið með nokkra unga út á vatnsstæðið og hefur gengið vel að koma ungunum að hjá nýjum „mæðrum“. 

„Ungarnir eru tilbúnir að fara um leið og þeir eru orðnir þurrir. Ég þarf ekkert að vera að gefa þeim neitt að borða hérna því þeir fara bara fljótlega,“ segir Hallgrímur, en eins og áður segir lifir æðarfuglinn á sjávarfangi. Hann segir að það gangi best þegar fleiri en einn ungi klekst út á sama tíma. „Þá hafa þeir hvorn annan og maður er ekkert að tengjast þeim neitt.“ 

Sá ungi sem við fengum að fylgjast með fara út á vatnsstæðið var orðinn nokkuð háður Hallgrími þrátt fyrir að hann væri ekki orðinn nema sólarhrings gamall. Þegar hann lét hann niður að vatninu vildi hann strax fara aftur til hans. En Hallgrímur hélt áfram og fann leið til að koma unganum í faðm fullorðinna æðarfugla sem þegar voru með unga með sér. 

 

Í lok myndbandsins sem fylgir fréttinni má sjá þegar unginn, sem syndir aftast bregst við rödd Hallgríms þegar hann kallar á systurson sinn sem var með í för. 

 

 

 



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!