Sendinefnd ESB hreinsar rusl í Grindavík ásamt Bláa hernum

 • Fréttir
 • 28. júní 2019
Sendinefnd ESB hreinsar rusl í Grindavík ásamt Bláa hernum

Sendinefnd ESB á Íslandi stóð því fyrir því á miðvikudaginn að hreinsa fjöruna fyrir neðan Hraun, austan við Grindavík, ásamt Bláa hernum og nokkrum sendiráðum ESB-landanna á Íslandi: Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Blái herinn óskaði eftir því að fá að koma ásamt sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og halda áfram að hreinsa strandir við Grindavík. Blái herinn hefur komið bæði í vor og nú í sumar og hreinsað í Hópsnesinu og síðan í Þórkötlustaðarfjörunni. 

Plastmengun í hafinu er orðið verulegt áhyggjuefni og hafa menn spáð því að verði ekkert að gert muni verða meira plast í sjónum en af fiski árið 2050. Þetta er auðvitað sturluð staðreynt og því mikið fagnaðarefni þegar fólk tekur sig til og hreinsar plastruslið úr náttúrunni. 

Til stóð að hreinsa fjöruna en þar sem mjög miklu drasli hafði skolað lengra upp á land komust þau  nánast ekkert niður á ströndina sjálfa. Myndirnar tala sínu máli. 

Langmest af ruslinu úr sjávarútvegi en furðulega mikið úr skotveiðimennsku segir í frétt á Facebook síðu sendinefndarinnar. Á rúmlega þremur tímum týndu þau hátt í tonn af rusli.

Sendinefndir segir það ekki að ástæðulausu að ESB leggi höfuðáherslu á umhverfismál í öllum sínum stefnumálum.

Það er ljóst að ruslið sem finna má i fjörunni við Hraun hefur líklega að mestu skolað á land. 

Myndirnar eru af Facebook síðu sendinefndarinnar er fleiri myndir má finna undir tenglinum með fréttinni. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 12. september 2019

Laus störf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 11. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suđurnesjum 2019

Fréttir / 10. september 2019

Laus íbúđ í Víđihlíđ

Fréttir / 6. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 5. september 2019

Framkvćmdum viđ undirgöng miđar vel

Fréttir / 2. september 2019

Malbikun í dag, lokanir og hjáleiđir

Fréttir / 2. september 2019

Ţórkatla gefur björgunarvesti 

Fréttir / 30. ágúst 2019

Knattspyrnuţjálfarar óskast til starfa

Fréttir / 30. ágúst 2019

Kylja á Fish House annađ kvöld

Fréttir / 30. ágúst 2019

Malbikun heldur áfram innan bćjarins

Fréttir / 29. ágúst 2019

Gefins af bćjarskrifstofum

Fréttir / 29. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

 • Fréttir
 • 11. september 2019

A star is born á Bryggjunni

 • Fréttir
 • 10. september 2019

Lokahóf yngri flokka framundan

 • Fréttir
 • 9. september 2019

12 spora kerfi Vina í bata ađ hefjast

 • Fréttir
 • 5. september 2019

Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

 • Fréttir
 • 4. september 2019

Bakkalág malbikuđ í dag

 • Fréttir
 • 3. september 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 2. september 2019