Gísli Gunnarsson gefur út sína fyrstu plötu

  • Fréttir
  • 27. júní 2019
Gísli Gunnarsson gefur út sína fyrstu plötu

Grindvíkingurinn Gísli Gunnarsson gaf nýlega út sína fyrstu plötu sem ber nafnið Sitting in the Darkness, Trying to Create Light. Hann segir viðbrögðin við plötunni nánast hafa verið yfirþyrmandi síðan platan kom út á netinu.  

Gísli er 25 ára og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. "Ég hef í rauninni verið í tónlist nánast allt mitt líf. Ég byrjaði að læra á gítar þegar ég var 7 ára, og hélt því áfram í mörg ár. Í Grunnskóla byrjaði ég að fikta við að semja og framleiða mína eigin tónlist og hef gert það síðan. Svo núna fyrir nokkrum árum byrjaði ég að læra á píanó hérna í tónlistarskólanum þar sem ég vildi hafa grunn í því þar sem það er mjög hentugt hljóðfæri þegar maður er að skrifa tónlist. Síðan hefur píanóið orðið aðal hljóðfærið hjá mér og ég nota það nánast eingöngu til þess að skrifa."

Auk tónlistarinnar hefur Gísli mikinn áhuga á líkamsrækt sem tengist fimleikum. Hann segist vera mikill hundastrákur og á eina Schafer tík sem heitir Sigur Rós. Áður spilaði Gísli mikið tölvuleikinn World of Warcraft og sagðist meira að segja hafa náð að þénaði svolítið í gegnum hann. 

Hver er aðdragandi þess að þú ákveður að fara út að semja tónlist og síðar í plötuútgáfu?
Ég hef verið að skrifa og framleiða tónlist í mörg ár núna, en aldrei reynt að gera neitt úr því. Svo hafa vinir mínir verið duglegir að hvetja mig til að gefa þetta út og koma þessu á framfæri, þannig ég ákvað að láta loksins verða af því.

Hvað er það sem veitir þér innblástur í tónlistinni?
Innblásturinn kemur víða. Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist, og finnst gaman að draga innblástur úr mismunandi tónlistarstefnum. Oft finnst mér líka gaman að búa til litlar senur/sögur, og skrifa svo eins og ég það væri atriði í bíómynd. Þeir sem veittu mér mestan innblástur fyrir þessa plötu voru t.d. nútíma klassískir tónlistarmenn eins og Ólafur Arnalds og Nils Frahm. Einnig er töluvert af raftónlistar innblæstri þar sem listamenn eins og Jon Hopkins og Lorn eru í miklu uppáhaldi. Svo hef ég alltaf hlustað mikið á kvikmyndatónlist, og finnst alltaf gaman þegar tónlistin nær að setja mann á einhvern annan stað og segir manni hálfgerða sögu. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru t.d. Joe Hisaishi, Ryuichi Sakamoto og fleiri.

Hver hannaði plötuumslagið?
Umslagið var málað af listamanni frá New York sem heitir Anthony Rondinone. Hann er málari sem ég hef fylgst með lengi, og svo er hann þar að auki tónlistarmaður líka þannig það var mjög skemmtilegt að vinna með honum. Ég gaf honum þessa grunnhugmynd að því hvað ég vildi og leyfði honum að sjá um smáatriðin.

Hvernig hafa viðbrögðin verið við tónlistinni þinni?
Viðbrögðin hafa nánast verið yfirþyrmandi síðan ég gaf þetta út. Vinir, fjölskylda og kunningjar hafa hjálpað mikið að koma þessu á framfæri og sent mér mikið af fallegum skilaboðum. Svo hafa tvö stór tónlistar channel á youtube sett inn lög af plötunni. Þannig að þetta gengur vonum framar.

Hvar er hægt að nálgast plötuna þína?
Hægt er að kaupa hana á bandcamp síðunni minni, og hægt að streyma henni af Spotify, Youtube, og Soundcloud þar sem ég er undir nafninu Gísli Gunnarsson
https://gisligunnarsson.bandcamp.com/ 
https://open.spotify.com/artist/6ip3tJTPbVT3JJebd7ih9c?si=r69jzN00RTCfGknPZ6y9fA
https://www.youtube.com/channel/UC8MCohOFqMPcJ0Th0ZQgd0w
https://soundcloud.com/gisli-gunnarsson
 

Eru með framtíðarmarkmið?
Núna í augnablikinu er ég að vinna í því að koma vínyl plötum í framleiðslu, og svo næst á dagskrá yrði að gera allt tilbúið fyrir tónleikahald. Svo er ég að sjálfsögðu alltaf að skrifa nýja tónlist. En markmiðið er í rauninni bara að búa til fallega tónlist og koma henni til fólksins sem á vonandi eftir að njóta hennar.

Hérna má svo finna frekari upplýsingar um Gísla á samskiptamiðlunum Facebook og Instagram. 
Grindavík.is hvetur lesendur til að kíkja á þá tengla sem fylgja fréttinni og hlusta á þessa frábæru tónlist sem Gísli hefur samið. 


 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020