Mikill fjöldi tók ţátt í Jónsmessugöngunni

  • Fréttir
  • 24. júní 2019
Mikill fjöldi tók ţátt í Jónsmessugöngunni

Árleg Jónsmessuganga Blaá Lónsins og Grindavíkurbæjar fór fram sl. laugardag. Veður var með besta móti og mikill fjöldi lagði leið sína í þessa vinsælu göngu. Gengið var hefðbundna leið upp veginn meðfram Þorbirni. Þegar upp var komið var farið í lautina og Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral spiluðu þar tónlist fyrir göngufólk. Sökum þurrkatíðar var varðeldurinn að sjálfsögðu sleginn af. Meðfylgjandi myndir tók Atli Geir Júlíusson. 

 

 


Deildu ţessari frétt