Fundur 59

 • Skipulagsnefnd
 • 21. júní 2019

59. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal,  19. júlí 2019 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.


Dagskrá:

1.     BESA ehf - Umsókn um byggingarleyfi - 1906047
    Sótt er um leyfi í fullu umboði lóðarhafa, til breytinga innandyra og uppsetningu gáma og tanka á lóð mannvirkisins sbr. meðfylgjandi umsókn og teikningar. 

Skipulagsnefnd heimilar BESA ehf. stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Skipulagsnefnd getur ekki heimilað uppsetningu tanka á lóð utan byggingarreits, ósk um byggingarleyfi því hafnað. 

Skipulagsnefnd heimilar BESA ehf. að fara í deiliskipulagsbreytingu á Bakkalág 17 til stækkunar byggingarreits sem leggja þarf fram til samþykktar í skipulagsnefnd. Kostnaður vegna deiliskipulagsbreytingarnar greiðist af umsækjanda. Sviðstjóra falið að grenndarkynna breytinguna fyrir eigendum Bakkalág 15. 
        
2.     Umsókn um framkvæmdaleyfi - 43 Grindavíkurvegur 2+1, 2019 - 1905081
    Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna áframhaldandi framkvæmda við Grindavíkurveg (43). 

Skipulagsnefnd samþykktir framkvæmdaleyfið. 
        
3.     Vegagerðin - Undirgöng undir Víkurbraut - 1905038
    Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna ganga undir Víkurbraut við gatnamótin að Suðurhópi. 

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfið. 
        
4.     HS Veitur - Fyrirspurn um staðsetningu á nýrri dreyfistöð - 1906046
    Fyrirspurn fyrir hönd HS Veitur, vegna lóðar fyrir DRE-131 við Bakkalág 17, Grindavík. Einnig minnkuð lóð Bakkalág 17 vegna DRE-131, sjá tillögu að nýjum lóðarblöðum. 

Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að afla frekari gagna. Staðsetning dreifistöðvar er innan lóðar Bakkalág 17, tryggja þarf aðgengi að mannvirkinu.
        
5.     Fyrirspurn um land fyrir verksmiðjuframleiðslu á koltvísýring (CO2) - 1905097
    Fyrirspurn Ísaga vegna lands við Orkubraut undir nýja verksmiðju með framleiðslu á koltvísýring í huga (CO2)og mögulegt samstarf við HS Orku. 

Skipulagsnefnd felur sviðstjóra að afla frekari gagna. Athuga þarf umfang verkefnisins ásamt stærð og hæð mannvirkja. 
        
6.     Ljósaskillti fyrir HS Orku hf við Grindavíkurveg - 1905082
    HS Orka er að undirbúa að setja upp ljósaskilti við afleggjarann inn í Eldborg og spyr hvort Grindavíkurbær sjái einhverja meinbugi á þessari framkvæmd. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd en bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi samkvæmt gr. 2.5.1 í byggingarreglugerð. 
        
7.     Auðsholt - Umsókn um byggingarleyfi - 1904046
    Fyrirspurn um byggingu timburhúss á lóðinni að Auðsholti. Húsið yrði að grunnfleti 70 m2 með 58,3 m2 geymslurými á efri hæð með 45° þakhalla. Sjá meðfylgjandi fyrirspurn og teikningar að sambærilegu húsi. 

Skipulagsnefnd líst vel á nýjar teikningar af fyrirhuguðu húsi. Skipulagsnefnd bendir á að hnitsetja þarf lóðina Auðsholt (L129129). Einnig þarf samþykki lóðareiganda á fyrirhugaðri framkvæmd. 
        
8.     Efstahraun 19 - Umsókn um byggingarleyfi - 1906041
    Óskað er eftir leyfi til að reisa steypta veggi á lóðarmörkum til vesturs og að hluta til suðurs. Veggir þessir verða jafnháir og bílskúr á sömu lóð eða 2,8 metrar að hæð. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið að uppfylltu því skilyrði að framkvæmdin verði grendarkynnt fyrir eigandum að Efstahrauni 21. 
        
9.     Leynisbrún 10 - Garðhús - 1906026
    Húseigandi óskar eftir að fá að setja garðhús - vinnustofu við suðvesturhorn hússins. 
Sjá stærð og staðsetningu á meðfylgjandi skissu. 

Umsókninni er hafnað. Framkvæmdin fellur ekki undir gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð þar sem svæðið er ekki deiliskipulagt, sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni. 
        
10.     Hópsheiði 2 - Fyrirspurn um byggingu hesthúss - 1811092
    Fyrirspurn um hvort hægt sé að fá leyfi til að byggja hesthús á lóðinni Hópsheiði 2 í Grindavík. Send var fyrirspurn um sama erindi á síðasta ári og er bent á að stuðst hafi verið við rangt deiliskipulag við afgreiðslu málsins. 

Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja hesthús á lóðinni Hópsheiði 2. 
        
11.     Víkurhóp 16 - 22 - Breyting á deiliskipulagi - 1901075
    Mótmæli íbúa nærliggjandi lóða vegna grenndarkynningar á deiliskipulagsbreytingu vegna Víkurhóps 16 til 22. 

Skipulagsnefnd hafnar deiliskipulagsbreytingunni að teknu tilliti til athugasemda nærliggjandi íbúa samkvæmt grenndarkynningu. Guðmundur greiðir atkvæði með breytingunni aðrir eru á móti. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu. 
        
12.     ÍAV - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1906045
    Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsverkefnis á brunni og lögnum að honum við gatnamótin Staðarhraun - Leynisbraut. 

Framkvæmdin er ekki framkvæmdarleyfisskyld. 
        
13.     Víkurbraut 15 - Fyrirspurn varðandi fyrirhugaða stækkun - 1906042
    Fyrirspurn varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við Víkurbraut 15 (Brimnes), ætlunin er að byggja ca. 26 m2 geymsluherbergi við vesturhlið hússins. 

Framkvæmdin fellur undir gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og er þar af leiðandi ekki byggingarleyfisskyld. Tilkynna skal framkvæmdina til byggingarfulltrúa. 
        
14.     Rafholt - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 1906056
    Umsókn um framkvæmdaleyfi. Míla er að fara í ljósleiðaravæðingu í Hópshverfi í Grindavík. Rafholt ehf mun sjá um þá framkvæmd fyrir Mílu. 

Framkvæmdin er ekki framkvæmdarleyfisskyld. 
        
15.     Verndarsvæði í byggð: Þórkötlustaðahverfi - 1704021
    Lögð er fram greinargerð um að Þórkötlustaðahverfi verði gert að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016. 

Lagt fram. Breytingar á skilmálum ræddar. 
        
16.     Suðurnesjalína 2: beiðni um umsögn - 1804078
    Óskað er eftir umsögn Grindavíkurbæjar á frummatsskýrslu Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrslu Suðurnesjalínu 2 en bendir á að umrædd framkvæmd sé háð framkvæmdarleyfi Grindavíkurbæjar. 

Erindingu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Göngur í sumar - Hópsneshringur

 • Fréttir
 • 6. júlí 2020