Selskógur: Líf í lundi

  • Fréttir
  • 20. júní 2019
Selskógur: Líf í lundi

Á laugardaginn kemur milli kl. 10:00 - 12:00 verður sérstakur skógræktardagur hjá Skógræktarfélagi Grindavíkur eða "Líf í lundi". Félagið hvetur bæjarbúa sem og aðra til að koma og njóta náttúrunnar og kíkja í lundinn í Selskógi. Nú sé tilvalið að taka með sér nesti, upplifa náttúruna, fara í leiki og göngur. 

Skógræktarfélagið verður með uppáhellt skógarkaffi fyrir gesti. Í boði verður að grilla brauð á teini og tálga. 

Hægt er að sjá viðburðinn á Facebook síðu félagsins hér. 


Deildu ţessari frétt