17. júní haldinn hátíđlegur í Grindavík

 • Fréttir
 • 19. júní 2019
17. júní haldinn hátíđlegur í Grindavík

17. júní varð haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri við íþróttamiðstöðina sl. mánudag. Fjölmennt var á svæðinu en dagskráin var með nokkuð hefðbundnu sniði. Fánar voru dregnir að húni snemma morguns og síðan hófst hátíðarguðþjónusta í Grindavíkurkirkju kl.10:00

Kl.14:00 var svo karamelluregnið sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu á Landsbankatúninu. Eiríkur Dagbjartsson sá um að fljúga nokkrar ferðir yfir mannskapinn og sleppa um 24 kílóum af Góu karamellum.

 

Í kjölfarið á karamelluregninu hófst hátíðardagskrá við íþróttamiðstöðina sem byrjaði á ávarpi fjallkonunnar Költu Marínar Ómarsdóttur en hún flutti ljóðið "Einn á ferð" eftir afa sinn Ómar Jónsson sem hægt er að lesa hér fyrir neðan. 

Forseti bæjarstjórnar, Sigurður Óli Þorleifsson, flutti hátíðarávarp í tilefni dagsins og síðan tók Daníel Örn töframaður við.

 

Í kjölfar töfrabragðanna var svo söngvakeppni 15 ára og yngri þar sem fimm stúlkur tóku þátt. Helena Rós Ellertsdóttir söng lagið Anímónusöngur úr Ronju ræningjadóttur, Kamilla Kristín Jóhannsdóttir söng lagið Hola í höggi eftir Gumma Tóta, Þórgunnur Siggeirsdóttir söng lagið Roar með Katy Perry, Margrét Fjóla Erlingsdóttir söng lagið Vindsins litadýrð úr myndinni Pókahontas, Elna Kristín Líf Karlsdóttir söng lagið Þvi ég get það með Áttunni og Jada Birna söng lagið Shallow með Lady Gaga. Það var síðan mat dómnefndar eftir glæsilegan flutning þeirra allra að Jada Birna var hlutskörpust og vann keppnina. 

f.v. Kamilla Kristín, Elna Kristín, Margrét Fjóla, Jada Birna og Helena Rós.  Á myndina vantar Þórgunni Siggeirsdóttur. 
 

Hoppukastalar og þrautabrautir voru við Íþróttahúsið og Arctic Horses leyfði börnum að fara á hestbak við Íþróttahúsið frá kl. 14:30-16:30
Slysavarnarsveitin Þórkatla var auðvitað á sínum stað með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum. 

Fjallkonan Katla Marín ásamt móður- og föðurforeldrum sínum, f.v. Margréti Brynjólfsdóttur, Gísla Jónssyni, Ómari Jónssyni og Ingibjörgu Ragnarsdóttur

Fleiri myndir frá þjóðhátíðardeginum má finna á Facebooksíðu bæjarins hér. 

Einn á ferð

Á minni ferð um fjöll og dal
Í fjarska jöklarnir rísa
Um draumalönd í fjallasal,
á milli sanda og ísa

Það er svo margt sem um hugann fer
á minni ævinnar braut.
Og ekki allt sem að sýnist hér,
en verður óleyst þraut

Sú fegurð hér, hún birtist mér
en virðist framhjá mér þjóta.
Minn hugur er, svo bundinn þér
sem ég hef fengið að njóta

Einn á ferð, allt virðist hljótt,
ég lifi í tíma og rúmi.
Áfram ég held um sumarnótt
ég ferðast í næturhúmi

Höf. Ómar Jónsson 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa

Grunnskólafréttir / 7. október 2019

Umferđaröryggi

Fréttir / 2. október 2019

Bilun í vatnsveitu á Selsvöllum

Fréttir / 1. október 2019

Veronica Smeltzer og Vladan Djogatovic best

Fréttir / 30. september 2019

Brúardekkiđ steypt á nćstu dögum

Nýjustu fréttir 11

Sviđamessa Lions framundan

 • Fréttir
 • 14. október 2019

Zeba áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 11. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

 • Fréttir
 • 8. október 2019

Túfa ekki áfram međ Grindavík

 • Fréttir
 • 6. október 2019

PMTO námskeiđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 3. október 2019