Gul vesti um allan bć

  • Fréttir
  • 13. júní 2019

Vinnuskóli Grindavíkur hófst fyrir tæpum tveimur vikum og hafa bæjarbúar líklega orðið varir við unglingana í gulu vestunum róta í beðum eða slá opin svæði.

Í Vinnuskólanum í ár eru rúmlega hundrað nemendur á aldrinum 14-17 ára. Mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á Vinnumarkaði og hvetjum við bæjarbúa til þess að taka tillit til þess þegar ábendingum er komið á framfæri. Flestir nemendur Vinnuskólans sinna umhirðu á opnum svæðum en hafa ber í huga að vinnuskólinn er skóli þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tengist hinum almenna vinnumarkaði, vinnutengdum málefnum o.fl.

Unglingarnir í Vinnuskólanum hafa lagt sig fram um að halda bænum snyrtilegum og náð miklum árangri á örfáum dögum eins og þeir sem fylgjast með samfélagsmiðlum skólans hafa tekið eftir. Vorið var gott og þessar fyrstu tvær vikur enn betri. Vinnuskólinn mun því hafa fjölda verkefna í sumar. Hér að ofan má sjá fyrir og eftir myndir frá því í vikunni.

Vinnuskóli Grindavíkur á Facebook

Vinnuskóli Grinavíkur á Instagram


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun