Enn laus pláss á leikjanámskeiđum - Opiđ fyrir börn fćdd 2013

  • Fréttir
  • 11. júní 2019
Enn laus pláss á leikjanámskeiđum - Opiđ fyrir börn fćdd 2013

Leikjanámskeið á vegum Grindavíkurbæjar hófust í morgun. Fullt er á námskeiðin fyrstu vikurnar en enn eru laus pláss á námskeiðin síðar í sumar. Hámarksfjöldi barna á hverju námskeiði er 35 börn fyrir hádegi og 35 börn eftir hádegi, samtals 70 á dag. Börn sem ekki fá pláss á leikjanámskeiðinu fara á biðlista. Aðeins er hægt að skrá barn hálfan daginn á hverju tímabili. Hægt er að kaupa daggæslu milli kl. 8:00 og 9:00 áður en leikjanámskeiðin hefjast.

Námskeiðin eru ætluð börnum í 1.-3. bekk en opnað hefur verið skrániningu barna fædd 2013 á síðustu tvö námskeiðin (22. júlí - 2. ágúst). Aðeins verður tekið við rafrænum skráningum og mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega. Skráning fer fram hér.

Námskeið 3: 24. júní - 5. júlí kl. 9:00 - 12:00 (10 dagar)
Námskeið 4: 24. júní - 5. júlí kl. 13:00 - 16:00 (10 dagar)
Námskeið 5: 8.-19. júlí kl. 9:00-12:00 (10 dagar)
Námskeið 6: 8.-19. júlí kl. 13:00-16:00 (10 dagar)
Námskeið 7: 22. júlí - 2. ágúst kl. 9:00-12:00 (10 dagar)
Námskeið 8: 22. júlí - 2. ágúst kl. 13:00-16:00 (10 dagar)

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan

Fréttir / 25. júlí 2019

Opiđ sviđ á Bryggjunni 2. ágúst

Fréttir / 25. júlí 2019

Ungir Grindvíkingar öflugir í pílukasti

Fréttir / 25. júlí 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ