Veđur til ađ fara í ratleik

  • Fréttir
  • 11. júní 2019

Þótt hurðaleikurinn sé senn á enda er söguratleikurinn í fullum gangi. Veðurblíðan hefur verið einstök undanfarið og útlit fyrir blíðu áfram og því tilvalið að skella sér í leiðangur.

Skila þarf lausnum í Kvikuna eigi síðar en 21. júní næstkomandi því vinningshafar verða tilkynntir í Jónsmessugöngunni þann 22. júní.  


Fróðleiksmolar – Númerin eiga við viðkomandi ratleiksmerki á kortinu.

1.    Illahraun er talið hafa myndast í eldgosahrinu 1226 og er því með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum. 
2.    Apalhraun kallast hin úfnari hraun. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti.
3.    Helluhraun eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þegar þau storkna myndast fremur þunn seig skán sem sígur áfram með rennslinu í bráðnu undirlaginu. 
4.    Skipsstígur er forn þjóðleið milli Grindavíkur og Innri-Njarðvíkur.
5.    Rauðhóll, horft til austurs, er formfagur gígur, sem hraunið rann úr. 
6.    Víða má sjá litla hella, skúta og gjár í úfnu hrauninu og í þeim fallega burkna.
7.    Reykjavegur sem er merktur með bláum/gulum stikum, liggur frá Reykjanestá að Hengilsvæði. Við Skst 42 þarf að beygja til vinstri í átt að Þorbirni.
8.    Þorbjörn er 243 m hátt móbergsfjall sem hefur orðið til við gos undir jökli. Þorbjörn er einkennisfjall Grindavíkur. Uppruni nafnsins er óljós.
9.    Í fjallinu er misgengi og myndast hefur lægð í því miðju sem nefnist Þjófagjá, sbr. Þjóðsöguna sem segir að í gjánni hafi haldið sig þjófar sem stálu fé af Grindvíkingum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir