Togarinn Tómas Ţorvaldsson GK kominn til landsins

  • Fréttir
  • 4. júní 2019
Togarinn Tómas Ţorvaldsson GK kominn til landsins

Nýr togari er að bætast í flota Þorbjarnar hf en beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu eftir Tómasi Þorvaldssyni. Áætlað er að skipið muni hefja veiðar um miðjan júní. Sem stendur er togarinn í yfirhalningu en verið er að mála hann bláan í litum Þorbjarnar. Sjávarútvegsblaðið 200 mílur fjallaði um skipið í blaði sínu þann 1. júní sl. 

Sisimiut verður Tóm­as Þor­valds­son GK  sem eitt sinn var Arn­ar HU frá Skaga­strönd.Tog­ar­inn var smíðaður árið 1992 fyr­ir Skag­strend­ing hf. og bar þá nafnið Arn­ar HU en var seld­ur fjór­um árum síðar til Royal Green­land sem hef­ur gert hann út síðan und­ir nafn­inu Sisimiut. Skipið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækj­um búið að öllu leyti. Get­ur meðal ann­ars dregið tvö troll, sem er fátítt á ís­lensk­um skip­um.

Um helgina voru bræðurnir Gunnar og Eiríkur Tómassynir sæmdir heiðursnafnbót Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Nýi togarinn ber nafn föður þeirra sem hét Tómas Þorvaldsson. 

Nánar má sjá umfjöllun um nýja skipið ásamt viðtölum við þá Sigurð Jónsson og Bergþór Gunnlaugsson sem verða skipsstjórar á Tómasi. Þá er líka viðtal við Gunnar Tómasson en fjallað var um komu Tómasar í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu 1. júní sl. 

Mynd efst. Frá vinstri: Ei­rík­ur Dag­bjarts­son út­gerðar­stjóri, Rut Óskars­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Gunn­ar Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Þor­birn­in­um, þá Gerður Sig­ríður, syst­ir Gunn­ars og einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, Heiðar Hrafn Ei­ríks­son skrif­stofu­stjóri, Hrann­ar Jón Em­ils­son út­gerðar­stjóri og lengst til hægri er Friðrik Jón Arn­gríms­son, lög­fræðing­ur og skipa­miðlari. 

Myndir: 200 mílur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júní 2019

Árleg Jónsmessuganga á laugardaginn

Fréttir / 13. júní 2019

Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 15. júní

Fréttir / 13. júní 2019

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

Fréttir / 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

Fréttir / 11. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

Fréttir / 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

Fréttir / 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

Fréttir / 7. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

Fréttir / 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

Fréttir / 6. júní 2019

Framkvćmdir á Grindavíkurvegi framundan

Fréttir / 5. júní 2019

Útbođ í malbik og endurbćtur gatna

Fréttir / 5. júní 2019

Skráning á leikjanámskeiđ KFUM og KFUK

Nýjustu fréttir 11

Dagskrá 17. júní

  • Fréttir
  • 13. júní 2019

Vinningshafar í hurđaleik

  • Fréttir
  • 12. júní 2019

Veđur til ađ fara í ratleik

  • Fréttir
  • 11. júní 2019