17:00: Málverkasýning Ţórdísar Dan í Kvikunni

  • Fréttir
  • 30. maí 2019
17:00: Málverkasýning Ţórdísar Dan í Kvikunni

Í dag kl. 17:00 opnar listakonan Þórdís Daníelsdóttir málverkasýningu sína Hrjúf áferð á efri hæð Kvikunnar. Þórdís er uppalinn Grindvíkingur og mun halda myndlistasýningu á efri hæð Kvikunnar um sjómannahelgina og áfram í júní.

Þórdís hefur ávalt heillast af litum, formum og áferð og einkennir það málverkin hennar. Hún sækir innblástur í náttúruna sem er henni eilíf uppspretta hugmynda og þá helst fjörur heimabæjar hennar, Grindavík. Einnig fær hún innblástur úr hrauninu en hrjúf áferð myndanna minna um margt á hraunið.

Þórdísi finnst gaman að blanda saman ólíkum efnum og ná fram hinu grófa og hinu fína í einu og sama verkinu. Hún vinnur mikið með óhefðbundin efni, svo sem múrviðgerðarefni og sparsl, samhliða olíulitum, akríl og vatnslitum. Þórdís málar í mismunandi birtustigum til að ná ákveðinni áferð og lýsingu í verkin sín svo verkin fá mikla dýpt.

Listakonan Þórdís er að mestu sjálfmenntuð í list sinni en hefur sótt ýmiss námskeið í myndlist hjá Hermanni Árnasyni, Erlu Sigurðardóttur, Bjarna Sigurbjörnssyni, Helgu Kristjánsdóttur og Serhiy Savenko frá Úkraínu. Kvikan er opin alla daga frá 10:00 – 17:00. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. ágúst 2019

Hreinsuđu fjöruna viđ Húshólma

Fréttir / 19. ágúst 2019

Grindavík - Fjölnir í dag kl. 18:00

Fréttir / 16. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 15. ágúst 2019

Símkerfi Grindavíkurbćjar liggur niđri

Fréttir / 14. ágúst 2019

Teitur Magnússon spilar á Fish House

Fréttir / 12. ágúst 2019

Hjáleiđ vegna framkvćmda viđ undirgöng

Fréttir / 9. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara