Fyrsti starfsdagur Vinnuskóla Grindavíkur 2019

  • Fréttir
  • 29. maí 2019
Fyrsti starfsdagur Vinnuskóla Grindavíkur 2019

Vinnuskóli Grindavíkur hefst þriðjudaginn 4. júní n.k. kl. 08:00. Nemendur (fædd 2003, 2004 og 2005) mæta þá á sínar starfsstöðvar. Foreldrar/forráðamenn hafa fengið upplýsingar um starfsstöðvar barna sinnaí tölvupósti.

Athugið að sérstakur kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Grindavíkur fer fram mánudaginn 3. júní kl. 14 í sal Grunnskólans við Ásabraut. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með á fundinn. Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör.

Litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann.

Foreldrum/forráðamönnum er bent á að skila þarf inn leyfisbréfi vegna barna sem sækja um vinnu í Vinnuskólanum. Leyfisbréfið er forsenda þess að barnið fái vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Leyfisbréfið má finna hér.

Netfang Vinnuskólans er vinnuskoli@grindavik.is. 


Deildu ţessari frétt