Fróđleikur međ söguratleik 2019

  • Fréttir
  • 27. maí 2019
Fróđleikur međ söguratleik 2019

Í nýjasta tölublaði Járngerðar, sem tileinkað er Sjóaranum síkáta, er að finna hinn árlega söguratleik í umsjón Sigrúnar Jónsdóttur Franklin. Ratleiknum hefur undanfarið fylgt skemmtilegur fróðleikur um þær vísbendingar sem þar er að finna. Fróðleiksmolarnir skiluðu sér því miður ekki í prentun þannig að við látum þá koma fram hér. Vonandi hafa allir gaman af enda veðrið afskaplega gott þessa dagana og tilvalið að skella sér í göngu og finna vísbendingar! 

Lausnum skal svo skila í Kvikuna eigi síðar en 21. júní því vinningshafar verða tilkynntir í Jónsmessugöngunni þann 22. júní. 

Ratleikur Grindavíkur 2019
Fróðleiksmolar – Númerin eiga við viðkomandi ratleiksmerki á kortinu.

1.    Illahraun er talið hafa myndast í eldgosahrinu 1226 og er því með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum. 
2.    Apalhraun kallast hin úfnari hraun. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti.
3.    Helluhraun eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þegar þau storkna myndast fremur þunn seig skán sem sígur áfram með rennslinu í bráðnu undirlaginu. 
4.    Skipsstígur er forn þjóðleið milli Grindavíkur og Innri-Njarðvíkur.
5.    Rauðhóll, horft til austurs, er formfagur gígur, sem hraunið rann úr. 
6.    Víða má sjá litla hella, skúta og gjár í úfnu hrauninu og í þeim fallega burkna.
7.    Reykjavegur sem er merktur með bláum/gulum stikum, liggur frá Reykjanestá að Hengilsvæði. Við Skst 42 þarf að beygja til vinstri í átt að Þorbirni.
8.    Þorbjörn er 243 m hátt móbergsfjall sem hefur orðið til við gos undir jökli. Þorbjörn er einkennisfjall Grindavíkur. Uppruni nafnsins er óljós.
9.    Í fjallinu er misgengi og myndast hefur lægð í því miðju sem nefnist Þjófagjá, sbr. Þjóðsöguna sem segir að í gjánni hafi haldið sig þjófar sem stálu fé af Grindvíkingum. 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Örfá pláss laus á selló

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Kennsla í tónlistarskólanum hafin á ný