Dagskrá bćjarstjórnarfundar á morgun

 • Fréttir
 • 27. maí 2019
Dagskrá bćjarstjórnarfundar á morgun

496. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. maí 2019  og hefst kl. 17:00. Fundurinn verður venju samkvæmt einnig í beinni útsendingu á Youtube-rás Grindavíkurbæjar.

Almenn mál
1.     1806025 - Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
    Forseti bæjarstjórnar leggur til að eftirfarandi verði kjörin í bæjarráð næsta árið: 

Hjálmar Hallgrímsson formaður (D) 
Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður (B) 
Páll Valur Björnsson (S) 

Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt: 

Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M) 
Helga Dís Jakobsdóttir (U) 

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.
        
2.     1806033 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
    Tillaga um að fella niður reglulega fundi í júní og júlí og fela bæjarráði afgreiðslu mála.
        
3.     1901057 - Ársuppgjör 2018 - Grindavíkurbær og stofnanir
    Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2018 lagður fram til síðari umræðu.
        
4.     1905058 - Innkaupareglur Grindavíkurbæjar
    Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
5.     1711084 - Eyjabakki Deiliskipulag
    Fyrir skipulagsnefnd er sett fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag á iðnaðar- og hafnarsvæði á Hópsnesi í Grindavík. Lýsingin er unnin í samræmi við 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Svæðið sem lýsingin nær til er iðnaðarsvæði i3 og svæði undir hafnsækna starfsemi við Eyjabakka. 

Bókun skipulagsnefndar: 
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing, deiliskipulag fyrir Eyjabakka II í Grindavík. Dags. 7.12.2018. Breytingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á eystri hluta hafnarsvæðisins. Gildandi deiliskipulag fyrir Eyjabakka verður fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Talið er heppilegra að hafa eitt skipulag fyrir allt svæðið við Eyjabakka. Skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
        
6.     1812053 - Grágrýti- fyrirspurn
    Á fundi með Sigurði Ólafssyni, 26. apríl s.l. voru gerð drög að samkomulagi á milli Grindavíkurbæjar annars vegar og verkefnisstjórnar nýbyggingar Alþingis hins vegar um skipti á grágrýti í eigu Grindavíkurbæjar fyrir Reykjavíkurgrágrýti úr grunni meðferðarkjarna NLSH við Hringbraut í Reykjavík. Fyrirhugað er að nýta Grindavíkurgrágrýtið sem hráefni til vinnslu steinklæðningar fyrir nýbyggingu Alþingis, en verkið er nú í undirbúningi. Vinnsluhæfir steinar hafa þegar verið valdir á staðnum og merktir fyrir flutning. 

Hér með er leitað eftir formlegri staðfestingu bæjarstjórnar Grindavíkur á samkomulaginu, sem felur í sér að Grindavíkurbær fái afhent 120m3 eða um 360 tonn af sérvöldu grágrýti til notkunar í brimvarnargarða, gegn 75m3 eða um 220 tonnum af grágrýti því sem nú er í eigu bæjarins.
        
7.     1905019 - Gjafir til starfsmanna Grindavíkurbæjar
    Bæjarráð samþykkir að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. 
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2.400.000 kr. á lykilinn 21611-4926 sem fjármagnaður verði með lækkun liðar 09521-4349 um sömu fjárhæð.
        
8.     1903018 - Samstarfssamningur á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju
    Drög að samstarfssamningi við Grindavíkurkirkju lögð fram. Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
9.     1904072 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Grindavík 2020-2021
    Drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara í Grindavík lögð fram. Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
        
Fundargerðir til kynningar
10.     1811033 - Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur
    Fundargerð dags. 27. mars sl. til kynningar.
        
11.     1905001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1514
        
12.     1905003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1515
        
13.     1905010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1516
        
14.     1905004F - Skipulagsnefnd - 56
        
15.     1905008F - Skipulagsnefnd - 57
        
16.     1905009F - Skipulagsnefnd - 58
        
17.     1905011F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 37
        
18.     1904017F - Frístunda- og menningarnefnd - 83
        
19.     1904016F - Fræðslunefnd - 87
        
20.     1905005F - Félagsmálanefnd - 101
        


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. september 2019

Uppfćrt: Réttum frestađ fram á sunnudag

Fréttir / 19. september 2019

Haustdagskrá eldri borgara 2019

Fréttir / 18. september 2019

PMTO námskeiđ

Fréttir / 17. september 2019

Bakvaktasími Grindavíkurbćjar

Fréttir / 16. september 2019

Nýjar reglur um styrki vegna íţróttaafreka

Fréttir / 11. september 2019

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

Fréttir / 10. september 2019

A star is born á Bryggjunni

Fréttir / 9. september 2019

Lokahóf yngri flokka framundan

Fréttir / 6. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 5. september 2019

12 spora kerfi Vina í bata ađ hefjast

Fréttir / 5. september 2019

Framkvćmdum viđ undirgöng miđar vel

Fréttir / 4. september 2019

Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

Nýjustu fréttir 11

Vísir hf og Ţorbjörn hf rćđa sameiningu

 • Fréttir
 • 20. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 19. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 13. september 2019

Laus störf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 12. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suđurnesjum 2019

 • Fréttir
 • 11. september 2019

Laus íbúđ í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 10. september 2019