Skórćktarfélag Grindavíkur býđur upp á námskeiđ

  • Fréttir
  • 15. maí 2019
Skórćktarfélag Grindavíkur býđur upp á námskeiđ

Fimmtudaginn 23. maí næstkomandi gefst fólki á að sækja námskeið í skógrækt hjá Skógræktarfélagi Grindavíkur.  Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á skógrækt en námskeiðið fer fram á sal Grunnskóla Grindavíkur og er ókeypis. Um er að ræða námskeið í fyrirlestrarformi sem er flutt af Sigríði Erlu Elefsen skógfræðingi. Námskeiðið er í boði Skógræktarfélags Grindavíkur og Skóræktarfélags Íslands. 

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

19:30-19:55 - Aðalfundur Skógræktarfélags Grindavíkur
 19:55 - 20:00 - Pása
 20:00-22:30 - Skógrækt ( Sigríður Erla )
• Skógrækt og kolefnisbinding
• Skógræktarfélag Íslands
• Frá plöntu til nýskógar
• Vegir, slóðar og stígar
• Umræða

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Stjórnin
 

 


Deildu ţessari frétt