Vatnsleikfimi ađ hefjast

  • Fréttir
  • 8. maí 2019
Vatnsleikfimi ađ hefjast

Námskeið í vatnsleikfimi hefst í Sundlaug Grindavíkur mánudaginn 13.mai. Stefnt að 8 skiptum.

Þjálfun í vatni er frábær leið til bæta likamlegt og andlegt ástand,heilbrigð hreyfing í góðum félagskap. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að takast á við ýmsa kvilla í stoðkerfi. Hver og einn kemur á sínum forsendum, það eru allir velkomnir, bæði karlar og konur og það er prufutími í boði. Nóg pláss í lauginni.

Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl: 15:00-15:50

*67 ára og eldri : Án endurgjalds/frítt.
*Yngri en 67 ára: Aðgangseyrir í sundlaug(kort/pen) og 6000.- kr. námskeiðsgjald til þjálfara.


Alltaf einhverjar nýjar æfingar og tónlist, í bland við það gamla góða. Komdu með, skráning og  frekari upplýsingar veittar í síma 863 52 54  og ellis@simnet.is

Leiðbeinandi er:  Arna Þ. Björnsdóttir, ÍAK þjálfari og jógakennari.
 


Deildu ţessari frétt