Grindavíkurvöllur breytist í Mustad völlinn

  • Fréttir
  • 7. maí 2019
Grindavíkurvöllur breytist í Mustad völlinn

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert styrktarsamning við Mustad Autoline AS frá Noregi.  Samningurinn felur í sér að heiti vallarins breytist úr því að vera Grindavíkurvöllur í það að vera Mustad völlurinn.  Mustad hefur verið í góðu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin hér í Grindavík og hefur einnig verið með samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur þar sem íþróttahúsið okkar hefur verið kallað Mustad-höllinn.  Í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur kemur fram að þeir sendi þeim bestu kveðjur yfir hafið og þakkir fyrir þeirra þátttöku í okkar samfélagi.  

Á meðfylgjandi mynd er Sigurður Óli Þorleifsson að skrifa undir fyrir hönd Mustad og Gunnar Már Gunnarsson formaður knd. Grindavíkur.
 


Deildu ţessari frétt