Hátíđin fyrr og nú

  • Fréttir
  • 5. maí 2019
Hátíđin fyrr og nú

Það styttist í Sjóarann síkáta, við það tilefni verður sérstök hátíðarútgáfa Járngerðar gefin út. Á næsta ári verður hátíðin hvorki meira né minna en 25 ára. Við leitum nú til ykkar íbúa eða annarra gesta, vegna umfjöllunar í Járngerði um hátíðina fyrr og nú. Við leitum eftir gömlum myndum, viðburðum sem heppnuðust vel, einhverju sem stóð upp úr í gegnum árin. Jafnvel skemmtilegum sögum. 

Það má senda upplýsingar og myndir (leynist þær einhvers staðar) á netfangið heimasidan@grindavik.is

Með fyrirfram þökk, 

ritstjóri Járngerðar


Deildu ţessari frétt