Hreinsun í Hópsnesi í dag milli 13:00 - 15:00

  • Fréttir
  • 4. maí 2019
Hreinsun í Hópsnesi í dag milli 13:00 - 15:00

Í tilefni af Norræna strandhreinsideginum mun Grindavíkurbær í samstarfi við Bláa herinn standa að hreinsunarátaki í Hópsnesinu (Þórkötlustaðarnes) í dag, 4. maí, frá kl. 13:00 - 15:00.

Átakið er liður í verkefninu Hreinsum Ísland sem er ætlað að fræða almenning um skaðsemi plasts á hafið og lífríkið og virkja almenning, framleiðendur og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu með því að endurhugsa neyslu sína, afþakka og endurnota. 

Hreinsað verður á tveimur stöðum í Hópsnesinu, annars vegar austan megin og hins vegar vestan megin. Eins og sjá má á kortinu á myndinni. 

Þeir sem vilja leggja átakinu lið eru boðnir hjartanlega velkomnir með í för. Hægt er að skrá sig á Facebook eða bara mæta á svæðið. Við bendum á að nota fjölnota hanska sem hægt er að þvo eftir hreinsunina, auk þess sem fjölnota innkaupapokarnir henta vel undir smærra rusl. Þá viljum við benda fólki á að vera í góðum skóbúnaði þar sem undirlag getur verið varasamt í fjörunni. 

Fiskikör verða á svæðinu til að losa úr pokunum. 

Eftir hreinsun verður þátttakendum boðið upp á súpu og brauð í Kvikunni. 

Við hvetjum ykkur  til að deila viðburðinum og fá sem flesta með í för enda veðurspáin fyrir laugardaginn góð! 

ATH við byrjum á að hittast í Hópsnesinu vestan megin og austanmegin eins og sést á mynd. Það verða aðilar sem leiðbeina hvernig hreinsunin fer fram


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. ágúst 2019

Ţjóđarleiđtogar heimsóttu Grindavík

Fréttir / 21. ágúst 2019

Helgi Einar: Mesta afrekiđ ađ lifa af

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 1. ágúst 2019

Opnunartími sundlaugar

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan