Stćrđar steinbítur veiddur á stöng í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 2. maí 2019

Stór steinbítur var veiddur á stöng við hafnarbakkann í Grindavík um hádegið í gær, verkalýðsdaginn 1. maí. Veðurblíðan lék við Grindvíkinga sem og aðra og því þótti mörgum tilvalið að fara niður að bryggju með veiðistöng og renna fyrir fisk. Þar var a.m.k. nóg að hafa ef marka mátti upptökur og myndir sem Sigurjón Veigar Þórðarson vélstjóri á frystitogaranum Gnúpi, tók en hann deilir þeim hér með lesendum vefsíðunnar. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann hefði séð steinbít koma á stöng við bryggjukantinn í Grindavík en Sjonni, eins og hann er kallaður, var þar að veiða ásamt yngsta syni sínum og fleirum.

Þar sem steinbíturinn var töluvert þungur vegna stærðar, kom menn honum til aðstoðar. Þeir ætluðu sannarlega ekki að missa þennan feng frá sér og lögðu leið sína niður bryggjustigann að sjónum með gogg í hönd til að tryggja að hann skilaði sér örugglega upp á bryggjuna.

Sjonni sagði þetta líklega ekkert einsdæmi þar sem þokkaleg fiskgengd er á þessum árstíma. Þetta væri þó ekki algengt og því síður að ná svona stórum steinbít. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá skjáskot af Snapchat reikningi Sjonna, en ef vel er að gáð má sjá mann koma upp bryggjustigann í kjölfarið.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir