Björgvin Hafţór nýr liđsmađur Grindavíkur í körfuknattleik

  • Körfubolti
  • 24. apríl 2019

Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu á næsta tímabili. Björgvin hefur einnig leikið með Fjölni, ÍR og Tindastól á sínum ferli við góðan orðstýr en Björgvin kemur frá Skallagrím þar sem hann lék á þessari leiktíð.

Grindavík er á fullu þessa dagana að safna liði fyrir baráttuna í Dominos deild karla á næsta tímabili. Samningur Björgvins við Grindavík er til tveggja ára. Björgvin var með 10,2 stig, 5,9 stoðsendingar og 7,1 frákast að meðaltali í leik fyrir Skallagrím á þessari leiktíð. Hann var fyrirliði liðsins sem endaði í 11. sæti og féll úr Dominos deildinni.

Grindavíkur hefur verið á fullu að semja við leikmenn sína síðustu misseri en þeir Ólafur Ólafsson og Sigtrygggur Arnar framlengdu á dögunum samninga sína. Þá hefur Daníel Guðni Guðmundsson tekið við stýrinu af Jóhanni Þór Ólafssyni og mun stýra liðinu næstu misseri.

Mynd: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir