Veik börn fá hár Tómasar Breka ađ gjöf

  • Fréttir
  • 16. apríl 2019

Tómas Breki Bjarnason er þrettán ára nemandi við Grunnskóla Grindavíkur. Hann er stuðningsmaður Manchester United, elskar sushi og finnst skemmtilegast að vera í fótbolta, körfubolta og pílu.

Tómas Breki eftir að hárið fékk að fjúka

Tómas Breki var búinn að ákveða að klippa á sér hárið stutt en vildi ekki henda því í ruslið. Ekki að undra, enda um veglegan makka að ræða. Á 13 ára afmælinu sínu í gær fór Tómas Breki og lét klippa hárið stutt. 

"Ég skoðaði á netinu hvort hægt væri að endurnýta það.  Ég fann engan á Íslandi sem tekur við hári en ég fann síðu í Bandaríkjunum sem gefur hárkollur til barna sem eru veik."

Tómas Breki hafði safnað ári í 3 ár og fékk mjög jákvæð viðbrögð við framtakinu sínu."Já mikil, fólk er hissa að sjá mig með stutt hár og mörgum  finnst þetta falleg gjöf."

Hárið sem Tómas Breki lætur af hendi til góðgerðarmála

Tómas Breki segir í raun enga kosti við það að vera með sítt hár. Alltaf þurfi að vera að greiða það og nota hárteyjur.

Það er ljóst að framtíðin í Grindavík er björt þegar erfingjar landsins hugsa jafn fallega og Tómas Breki gerir. 

Tómas Breki mættur á pósthúsið til að senda hárið þangað sem það verður nýtt í að gera hárkollur fyrir börn sem misst hafa hárið vegna veikinda. 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir