Sálfrćđingur í hlutastarf og félagsráđgjafi í fullt starf óskast til starfa.

  • Fréttir
  • 15. apríl 2019
Sálfrćđingur í hlutastarf og félagsráđgjafi í fullt starf óskast til starfa.

Félags- og skólaþónustan tilheyrir félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindarvíkurbæjar og heyrir undir sviðsstjóra.  Þjónustan er innt af hendi í tveimur teymum, annars vegar félagsþjónustuteymi og hins vegar skólaþjónustuteymi og er rík áhersla lögð á samstarf á milli teymanna.  Auk starfa sálfræðings og félagsráðgjafa sem nú eru auglýst til umsóknar, starfa á sviðinu lögfræðingur, sálfræðingur, sérkennari/leikskólaráðgjafi, félagsráðgjafi, þroskaþjálfi, hjúkrunarfræðingur og talmeinafræðingur.


Í Grindavík búa tæplega 3.500 einstaklingar og er hlutfall barna um 26% af íbúum.  Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar og einn grunnskóli og rekur sveitarfélagið eigin skólaþjónustu fyrir skólana.  Þá rekur sveitarfélagið eigin félagsþjónustu og barnavernd. 


Staða 50% sálfræðings
Helstu verkefni og ábyrgð

Greining og ráðgjöf vegna nemenda í leik- og grunnskóla, forvarnarstarf í leik- og grunnskóla með áherslu á sjálfbærni skólanna á lausn mála sem upp koma. Einnig er stuðningur við stjórnendur og starfsfólk leik- og grunnskóla vegna mála einstaklinga og námshópa. Unnið er að eflingu foreldra með forvörnum, námskeiðum og ráðgjöf.


Menntunar- og hæfniskröfur
Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
Þekking á þroska og þroskafrávikum barna
Þekking og starfsreynsla við beitingu helstu greiningarprófa í skólum 
Þekking og reynsla af PMTO og almennu námskeiðahaldi fyrir foreldra er kostur
Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á teymisvinnu 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Fullt starf félagsráðgjafa
Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnsla þeirra málaflokka sem heyra undir félagsþjónustu, s.s. félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.  Vinnsla barnaverndarmála.  Ráðgjöf til foreldra og barna, m.a. í formi PMTO meðferða og námskeiða.  Þátttaka í teymisvinnu.
 

Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsréttindi í félagsráðgjöf
Víðtæk reynsla af barnaverndarstarfi
Menntun í PMTO
Frumkvæði, samstarfshæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn ásamt ferilskrá skal berast eigi síðar en 19. apríl 2019 á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfang ingamaria@grindavik.is .  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  


Nánari upplýsingar um störfin veita Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri (nmj@grindavik.is/420-1100) og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur (ingamaria@grindavik.is/420-1100).


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020