Stefnumótun Kvikunnar framundan

  • Fréttir
  • 12. apríl 2019

Bæjarráð Grindavíkur hefur  samþykkt að fara í stefnumótun fyrir Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur en í vikunni var ákveðið að ganga til samninga við Strategíu um verkefnið. Í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar kemur fram að efla eigi Kvikuna og að framtíðarstefnumótun verði unnin í ferðamálum.

Á dögunum var óskað eftir tilboðum í stefnumótun fyrir Kvikuna auk þess sem áætlað er að vinna stefnu í ferðamálum og endurskoða menningarstefnu bæjarins samhliða þeirri vinnu. Þau tilboð sem bárust voru lögð fram í bæjarráði sl. þriðjudag og var samþykkt að semja við Strategíu um verkefnið með það fyrir augum að frumdrög liggi fyrir í haust. 

Margir íbúar hafa mjög góðar og skemmtilegar hugmyndir um hvernig hægt sé að nýta húsið betur samhliða þeim sýningum sem þar eru og verður unnið að því í stefnumótunarferlinu að fá þessar hugmyndir á blað. 

Kvikan er opin alla daga frá 10:00 - 17:00. Þar má finna þrjár sýningar: saltfisksýninguna "Saltfiskur í sögu þjóðar", jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu sem er safn tileinkað öðrum af heiðursborgurum bæjarins, Guðbergi Bergssyni. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir