Fundur 1512

  • Bćjarráđ
  • 11. apríl 2019

1512. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 9. apríl 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:


1.     Félag eldri borgara í Grindavík: Aðstaða vegna félagsstarfa - 1711033
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessu máli. 

Málinu var frestað á síðasta bæjarráðsfundi. 

Erindi frá félaginu varðandi aðstöðu vegna félagsstarfa lagt fram. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að draga upp samning um afnot félags eldri borgara á aðstöðu í Víðihlíð. 
        
2.     Hjólreiðadeild UMFG - Bikarmót í hjólreiðum - 1903067
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemdir við að reiðhjólamótið verði haldið.
        
3.     Tilboð í stefnumótun fyrir Kvikuna - 1904016
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Lögð fram tilboð í stefnumótunarvinnu fyrir Kvikuna. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að semja við Strategíu um verkefnið með það fyrir augum að frumdrög liggi fyrir í haust. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 3.000.000 kr. á rekstur Kvikunnar sem fjármagnaður verið af handbæru fé bæjarsjóðs.
        
4.     Sjóarinn síkáti 2019 - 1810029
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs um Sjóarann síkáta 2019.
        
5.     Samstarfssamningur um umhirðu á félagssvæði 2019 - 1902099
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Uppfærður samningur lagður fyrir bæjarráð. Jafnframt er lagt fram erindi frá Kvennaráði þar sem farið er fram á sambærilegan styrk. 

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 2.500.000 kr. á lið 09803-9922 sem fjármagnaður verði með lækkun lykils 1110 hjá vinnuskólanum um 2.500.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Sviðsstjóra er falið að afla frekari gagna vegna beiðni Kvennaráðs.
        
6.     Vinnuskólinn - Starfsáætlun 2019 - 1901103
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Minnisblað vegna Vinnuskóla Grindavíkur 2019 lagt fram.
        
7.     Ósk um styrk - 1902055
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessu máli. 

Lögð fram drög að samningi við Íþróttafélagið Nes ásamt beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 550.000 kr. 

Bæjarráð samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð 550.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
8.     Ársuppgjör 2018 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1901057
    Ársreikningur 2018 lagður fram ásamt skýringum forstöðumanna á helstu frávikum rekstrareininga. 

Bæjarráð vísar ársreikningi Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
        
9.     Beiðni um að Járngerðarstaðir verði skráð lögheimili í þjóðskrá - 1904026
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með heitisbreytingu á Vesturbraut 14. 
        
10.     Bólusetningar barna gegn alvarlegum smitsjúkdómum - 1903024
    Fræðslunefnd vísar erindinu til bæjarráðs til að skoða lagalegan grundvöll fyrir slíkum inntökuskilyrðum. 

Bæjarráð samþykkir að fela lögfræðingi Grindavíkurbæjar að meta lagalegan grundvöll að setja bólusetningu sem skilyrði fyrir leikskólavist. 
        
11.     Vegagerðin - Tillaga um lækkun umferðarhraða - 1904025
    Lögð fram tillaga frá Vegagerðinni að tilfærslu á hámarkshraða á Suðurstrandarvegi austan Þórkötlustaðavegar. Í dag er þetta þannig að frá þéttbýlismörkum er 70 km/klst hámarkshraði ca. 40m austur fyrir Þórkötlustaðarveg. Tillagan er að með tilliti til veglínu og vegna nálægðar vegamóta við Þórkötlustaðarveg sé rétt að færa þessi mörk austar og að þeim stað sem framkvæmdir við nýjan Suðurstrandarveg hófust árið 2005 um 1500 m austan við Þórkötlustaðarveg. 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71