Niđurstöđur Skólapúlsins liggja fyrir

  • Fréttir
  • 11. apríl 2019
Niđurstöđur Skólapúlsins liggja fyrir

Foreldrakönnun skólapúlsins var lögð fyrir í grunnskólanum  í febrúar sl. í samræmi við áætlun fræðslunefndar um ytra mat á Grunnskóla Grindavíkur. Núna svöruðu 125 foreldrar könnuninni eða 65,4%. Af þeim voru 46% á yngsta stigi, 25% á miðstigi og 29% á elsta stigi. Svörin eru 46% vegna stráka og 54% vegna stúlkna. 


Svör eru flokkuð í  sex efnisflokka; Nám og kennsla, Velferð nemenda, Aðstaða og þjónusta, Foreldrasamstarf, Heimastuðningur og Opin svör. Hér verða dregin fram helstu atriði í hverjum flokki. 
Í námi og kennslu meta foreldrar stöðu Grunnskóla Grindavíkur svipaða og foreldrar á landsvísu varðandi ánægju með nám og kennslu skólans, þyngd námsefnis og aga innan skólans. Grindvískir foreldrar meta stjórnun skólans undir landsmeðaltali. Það eru foreldrar barna á elsta stigi sem eru marktækt óánægðari en jákvæð þróun er frá árinu 2015. Ánægja með stjórnun skólans var 68% en er núna 85% sem er glæsileg jákvæð þróun.


Velferð nemenda er metin svipuð og hjá landsmeðaltali. Upp úr stendur ánægja foreldra með samskipti við starfsfólk og hversu vel skólinn mætir þörfum nemenda. Líðan nemenda í skólanum almennt og í kennslustundum er svipuð og á landinu í heild. Líðan í frímínútum er verri en á landinu og virðist það sérstaklega eiga við um stúlkur og nemendur á miðstigi. Umfang eineltis fer minnkandi að mati foreldra og úrvinnsla mála er hraðari en verið hefur. 

Aðstaða og þjónusta virðist góð í Grunnskóla Grindavíkur. Foreldrar eru ánægðir með aðstöðuna, tómstundaþjónustu og máltíðir í skólanum. Sérstaklega eru foreldrar ánægðir með tómstundir barna á yngsta stigi. 
Foreldrasamstarf er jákvætt metið af foreldrum. Þeir upplifa frumkvæði kennara marktækt meira en almennt á landsvísu varðandi bæði stráka og stelpur og munar þá helst um vikuleg samskipti að frumkvæði kennara. Að auki upplifa foreldrar að þeir hafi möguleika á að koma tillögum til kennara um skólastarfið, þeir taki þátt í ákvörðunum varðandi barn sitt og gerð námsáætlana.
Heimastuðningur virðist vera meiri en á landsvísu við stráka og nemendur á miðstigi. Munar þar mestu um mat foreldra á því að þeir aðstoði barn sitt daglega við heimanám í 16-30 mínútur,  sem er þá líklega lestur sbr. stefnu skólans um heimanám.

Trú foreldra á eigin getu til að aðstoða og magn heimavinnu er svipuð og á landinu í heild. Væntingar foreldra um háskólanám barna sinna eru minni en á landsvísu. Munar þar að 14% færri foreldrar í Grindavík gera ráð fyrir háskólanámi meðal barna sinna. Dætur eru taldar líklegri en strákar til háksólanáms að mati foreldra. Hins vegar eru 8,4% fleiri foreldrar í Grindavík sem vænta þess að barn þeirra ljúki iðnnámi. 

Í opnum svörum er komið inn á gott aðgengi að starfsfólki skóla og fleiri atriði sem tengjast því að vera í litlu samfélagi með skólann í nánd. Einnig eru foreldrar ánægðir með góða kennara og líðan barna í skólanum. Þeir þættir sem foreldrar telja að betur megi fara varða símanotkun, agamál,  stuðning í skólastofu og nemendafjölda í kennsluhópum. 

Hér má sjá heildarniðurstöður Skólapúlsins
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 25. nóvember 2020

Viđhald gatnalýsingar í Grindavík

Grunnskólafréttir / 23. nóvember 2020

Ljóđiđ Vonin, hugmynd frá börnunum

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2020

Hringekja- stöđvavinna í 1.bekk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?