Grindavík aftur í úrvaldsdeild kvenna eftir sigur á Fjölni

  • Körfubolti
  • 11. apríl 2019

Grindavík er aftur komið í deild þeirra bestu í kvennakörfunni eftir að liðið tryggði sér í gærkvöld sæti í Dominos deildinni næsta tímabil. Liðið vann Fjölni í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna og sló þar með Grafarvogsliðið úr leik. Karfan.is fjallaði um úrslit gærkvöldsins á vef sínum og birti skemmtilega myndaseríu af liðinu. 

Fjölnir varð deildarmeistari í 1. deild kvenna en lið Grindavíkur var sterkara í úrslitakeppninni. Grindavík hefur verið í 1. deild kvenna síðustu tvö tímabil og byggt upp sterkt lið á heimakonum sem verður spennandi að fylgjast með á komandi leiktíð í deild þeirra bestu.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir