Mikil og varasöm sprunga í Krýsuvíkurbjargi

  • Fréttir
  • 9. apríl 2019
Mikil og varasöm sprunga í Krýsuvíkurbjargi

Mikil sprunga hefur myndast í Krýsuvíkurbjargi en mbl.is fjallaði um þetta um síðustu helgi og var landvörður svæðisins Óskar Sævarsson til viðtals

Heimasíðan hafði samband við Óskar og spurði út í ástandið á bjarginu. Hann nefndi að eftir að alvarleg atvik komu upp í Reynisfjöru á sínum tíma hafi verið farið í aðgerðir víða um land eftir að Umhverfisstofnun fór í úttekt á friðlýstum svæðum. Farið var í að endurnýja skilti við Krýsuvíkurbjarg, bílastæði voru afmörkuð og keðja t.a.m. sett upp á 150 metra kafla við bjargið til að hindra aðgang. "Krýsuvíkurbergið spannar heila 11 kílómetra og það er auðvitað ekki hægt að giða af slíka vegalengd. Hins vegar eru um 7 kílómetrar af þessu svæði bjargbrún sem víða er mjög sprungin." Aðspurður hvort svipaðar sillur og þær sem við sjáum nú skaga út hafi fallið í manna minnum segir Óskar að árið 2004 og 2005 hafi stór stykki fallið úr Hælsvíkinni og auðvitað fari á hverju ári einhverjar sillur og stallar, sem almenningur verður kannski minna var við. "Drónaflugið sýnir þetta best, eins og sést á myndum. Núna er stöðugur straumur ferðamanna út að bjarginu og það kemur ekki sá dagur sem enginn er á svæðinu. Búið er að laga veginn að bjarginu og núna komast allir bílar að þessum vinsæla ferðamannastað. 

Óskar segir hættuna ekki vera mesta þar sem flestir ferðamenn koma að. "Þú þarft að labba í 15- 20 mín austur til að koma að fyrsta staðnum þar sem sprungurnar eru mjög varasamar. Krýsuvíkurbjarg er í landi Hafnarfjarðarbæjar en sveitarfélagið er að vinna í því að fara í að skerma það betur af til að koma í veg fyrir alvarleg slys." 

Fyrir tveimur árum voru sagðar svipaðar fréttir af Valahnúkum á Reykjanesi en þar hafði sprungan á því svæði stækkað. Ástandið á Valahnúk var þá metið þannig að fólki kynni að stafa hætta af því að vera nálægt sprungunni og því var lokað fyrir uppgöngu á Valahnúk. 

Myndirnar hér að neðan eru teknar af Ellerti Grétarssyni og birtust með fréttum mbl.is í síðustu viku. 

Mynd: Ellert Grétarsson

Mynd: Ellert Grétarsson

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan

Fréttir / 25. júlí 2019

Opiđ sviđ á Bryggjunni 2. ágúst

Fréttir / 25. júlí 2019

Ungir Grindvíkingar öflugir í pílukasti

Fréttir / 25. júlí 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ