Drög ađ verklagsreglum vegna vals á íţróttafólki Grindavíkur

  • Fréttir
  • 5. apríl 2019
Drög ađ verklagsreglum vegna vals á íţróttafólki Grindavíkur

Frístunda- og menningarnefnd hefur síðan í febrúar unnið að endurskoðun vegna kjörs á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur. Nefndin samþykkti á fundi sínum þann 3. april sl. að auglýsa drög að verklagsreglum til umsagnar þar sem íbúum og hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við fyrirliggjandi drög. 

Drög að nýjum verklagsreglum má nálgast hér. Helstu breytingar frá fyrri reglum eru þær að reglurnar heita nú verklagsreglur vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur, opnað er fyrir fleiri félög og/eða deildir að tilnefna íþróttafólk í kjörinu, verkferlum er flýtt frá því sem var, skerpt er á orðalagi vegna kjörsins, sett er inn ákvæði um eignarhald á verðlaunagripum auk þess sem hvatningarverðlaun verða nú veitt tveimur einstaklingum úr hverri deild/félagi. 

Ábendingum og athugasemdum skal skilað til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar fyrir 30. apríl nk á netfangið eggert@grindavik.is.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. ágúst 2019

Vatnsleikfimi haustiđ 2019

Fréttir / 9. ágúst 2019

Laus stađa grunnskólakennara

Fréttir / 26. júlí 2019

Best ađ borđa sykurpúđa í útilegu

Fréttir / 26. júlí 2019

Ţjóđhátíđ međ vinahópnum framundan

Fréttir / 25. júlí 2019

Opiđ sviđ á Bryggjunni 2. ágúst

Fréttir / 25. júlí 2019

Ungir Grindvíkingar öflugir í pílukasti

Fréttir / 25. júlí 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ