Hundagerđi - könnun

  • Fréttir
  • 29. mars 2019
Hundagerđi - könnun

Á síðasta nefndarfundi umhverfis- og ferðamálanefndar var hundagerði til umfjöllunar. Í þónokkurn tíma hefur það verið til umræðu, innan nefnda og meðal bæjaryfirvalda. Hefur þá aðallega verið rætt um stærð og staðsetningu slíks gerðis fyrir hundaeigendur að fara með ferfætlingana sína á. Umhverfis- og ferðamálanefnd langar að kanna hug íbúa Grindavíkur til hundagerðis og hefur því sett af stað smá netkönnun, tvær spurningar fyrir íbúa að svara. Könnunin verður opin til 10. apríl næstkomandi.

Taka þátt í könnun um hundagerði.

Þá vill nefndin einnig ítreka reglur um hundahald í sveitarfélaginu en lausaganga hunda er bönnuð. Hafi fólk athugasemdir vegna lausagöngu er  fólki bent á að koma slíkum ábendingum til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja en þeir hafa málaflokkinn á sinni hendi.

Í samþykktum kemur skýrt fram fram að að lausaganga hunda sé bönnuð (sbr. 2. gr. C-lið) en misbrestur virðist vera á því. Í reglugerðinni segir m.a:

,,Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki,
matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar stofnanir. Þarfahundar á lögbýlum ( smalahundar ) mega ekki ganga lausir
utan girðingar nema þegar þeir eru notaðir við smölun.

d. Hundahald í sambýlishúsum er háð því að eigendur/umráðamenn íbúða eða stjórn húsfélaga samþykki slíkt og ber umsækjanda að leggja fram skriflegt samþykki þeirra með umsókn sinni til hundahalds.

e. Hundaeigendum ber að hlýta að öðru leyti lögum og reglum er hundahald varða, þar á meðal reglum um árlega hreinsun (bandormahreinsun) svo og fyrirmælum sem heilbrigðisnefnd kann að setja.

f. Hundar mega ekki valda ónæði með spangóli eða gelti.

g. Þegar hundur er í festi á húslóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

h. Hundaeigendum ber að viðhafa fullkomið hreinlæti í meðferð hunda sinna og m.a. fjærlægja hundaskít.

Hér má lesa samþykkt um hundahald í sveitafélaginu

Hirðum upp eftir hundana okkar

Því miður ber ennþá nokkuð á því að hundaskítur er ekki þrifinn upp, bæði á gangstéttum og á opnum svæðum eins og við Þorbjörn og Svartsengi. Umhverfis- og ferðamálanefnd hvetur hundaeigendur til að þrífa upp eftir hundana sína, enda óskemmtilegt að fá slíkt undir skó, í föt eða undir hjól barnavagna og kerra. 

Meðfylgjandi mynd tók Andrea Ævarsdóttir, forstöðukona Bókasafns Grindavíkur þegar hún fór með hundinn sinn í Svartsengi. Myndin bar yfirskriftina "Það þarf alvarlega að taka til hendinni hér.
Við týndum upp hundaskít í 20 poka"

Forsíðumyndin er tekin norð-vestan megin við Þorbjarnarfell. Fyrirsætan er Jack sem er Rhodesian Ridgeback tegund. 

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020