Grind­vík­ing­ar ham­ingju­sam­ast­ir Íslend­inga

  • Fréttir
  • 21. mars 2019
Grind­vík­ing­ar ham­ingju­sam­ast­ir Íslend­inga

Grinda­vík er ham­ingju­sam­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins sam­kvæmt nýrri könn­un Embætt­is land­lækn­is á ham­ingju Íslend­inga. Dóra Guðrún Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri áhrifaþátta heil­brigðis hjá Embætti land­lækn­is, kynnti niður­stöðurn­ar í gær, á alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um, á málþingi í Há­skóla Íslands þar sem fjallað var um ham­ingju, heilsu og vellíðan. Þetta kemur fram bæði á vef Vísis og á vef mbl. Þá áttu strákarnir í Reykjavík síðdegis Dóra Guđrún Guđmunds­dótt­ir, sviđsstjóri áhrifaţátta heil­brigđis hjá embćtti land­lćkn­is, hef­ur unniđ ađ ham­ingju­rann­sókn­um og leit ađ mćli­kvörđum til ađ meta framţróun í sam­fé­lög­um um ára­bil. áhugavert símaviðtal við Dóru Guðrúnu sem hlusta má á hér.  Þar bendir hún t.a.m. á þá þætti sem hafa áhrif á hamingju fólks.

Að sjálfsögðu hafa þessi tíðindi farið um Facebook eins og eldur um sinu og Grindvíkingar duglegir að benda á kosti þess að búa í Grindavík, eða nafla alheimsins eins og sumir kalla bæinn. Mörg ummælin eru meinfyndin eins og "að rokið ýti fýlunni í burtu" og að "stutt sé á alþjóðaflugvöllinn til að koma sér í burtu af landinu". 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig niðurstaðan kemur út eftir sveitarfélögum. 

 

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Tónleikar međ Kela á Fish House

  • Fréttir
  • 27. maí 2020

Listasmiđja barna á Húllinu

  • Fréttir
  • 26. maí 2020

Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2020

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020