Setningarhátíđ Menningarviku 2019

  • Menningarfréttir
  • 11. mars 2019

Menningarvika Grindavíkur var sett við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju á laugardaginn. Uppistaðan í dagskránni var söngur Kvennakórs Grindavíkur. Dagskránni stýrði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Jóna Rut Jónsdóttir formaður frístunda- og menningarnefndar flutti ávarp. Þá voru afhent menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2019 sem Halla María Svansdóttir, eigandi hjá höllu hlaut í ár. 

Dagskrá menningarvikunnar er glæsileg en hana er hægt að kynna sér hér á heimasíðunni. Þetta er ellefta árið í röð sem menningarvikan auðgar mannlíf í bænum.

Myndirnar voru teknar við setninguna á laugardaginn.

Berta Dröfn stýrði kór sínum með mikilli fagmennsu

Eggert Sólberg sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Kvennakór Grindavíkur tók nokkur lög við athöfnina.

Halla María með viðurkenninguna og uglu eftir Vigni Kristinsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir