Dagskrá Menningarviku föstudaginn 8. mars - Hiđ árlega ţjófstart!

  • Menningarfréttir
  • 8. mars 2019
Dagskrá Menningarviku föstudaginn 8. mars - Hiđ árlega ţjófstart!

Þrátt fyrir að Menningarvikan verði ekki sett formlega fyrr en á morgun verða margir viðburðir á dagskrá í dag, föstudaginn 8. mars. Má þar nefna að nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins opna sýningar í Kvikunni, Hjónaklúbbur Grindavíkur fagnar 60 ára afmæli og Lionsklúbbur Grindavíkur stendur fyrir sínu árlega Kútmagakvöldi. 

Dagskrá Menningarviku föstudaginn 8. mars

12:15 Kvikan, SÝNINGAROPNUN - SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

14:00-16:00 Kvikan, SÝNINGAROPNUN - KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

19:00 Salthúsið, 60. ÁRA AFMÆLI HJÓNAKLÚBBS GRINDAVÍKUR. Hjónaklúbburinn fagnar stórum áfanga með söng, grín og dansi fram á nótt. Öll hjón/pör og fyrrum klúbbfélagar velkomnir.

18:00 Íþróttahús, KÚTMAGAKVÖLD LIONSKLÚBBS GRINDAVÍKUR. Húsið opnar kl. 18:00 með sjávarútvegssýningu. Borðhald byrjar kl. 20:00.

23:30 Salthúsið, KALEB JOSHUA. Trúbadorinn vinsæli spilar inn í nóttina. Aðgangur ókeypis.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 6. desember 2019

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Fréttir / 3. desember 2019

Laust starf í ţjónustumiđstöđinni

Fréttir / 29. nóvember 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 26. nóvember 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 26. nóvember 2019

Kveikt á krossljósunum í kirkjugarđinum

Fréttir / 25. nóvember 2019

Samstarf um aukna frćđslu í ferđaţjónustu

Fréttir / 25. nóvember 2019

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 25. nóvember 2019

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 22. nóvember 2019

Lokanir á Hafnargötu

Fréttir / 22. nóvember 2019

Fjölmargt í bođi á Fjörugum föstudegi

Fréttir / 22. nóvember 2019

KK og Gaukur á Fish House á morgun