Pétur Rúđrik Íslandsmeistari í pílukasti

 • Fréttir
 • 6. mars 2019
Pétur Rúđrik Íslandsmeistari í pílukasti

Íslandsmótið í pílukasti (301) var haldið á Akureyri helgina 2.-3. mars síðstliðinn. 32 keppendur  tóku þátt í í karlaflokki og þar af voru átta úr Pílufélagi Grindavíkur. Á laugardeginum var keppt í einmenningi og stóð Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson uppi sem sigurvegari eftir langa og stranga keppni.

Þetta er þriðji stóri titillinn sem Pétur vinnur frá því í maí 2017. Í október 2018 sigraði hann einnig Íslandsmótið í Krikket. 

Á Íslandi eru haldin þrjú Íslandsmót á hverju ári í leikjum sem nefnast 301, Krikket og 501 sem er vinsælasti leikurinn en Pétur varð íslandsmeistari í 501 árið 2017.

Pétur er nú handhafi tveggja þessara titla (301 og Krikket) og stefnir á að sækja í þann þriðja í maí þegar Íslandsmótið í 501 verður haldið í Reykjavík.  Pétur sagði í samtali við heimasíðu Grindavíkur að gríðarlegur áhugi væri á pílu hér í Grindavík. 


"Pílufélag Grindavíkur hefur í gegnum árin átt öfluga pílukastara og unnið marga íslandsmeistaratitla. Þar má m.a. nefna Ægi Ágústsson og bræðurna Pétur og Guðjón Haukssyni, en sá síðarnefndi er án efa besti pílukastari sem Ísland hefur átt. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og Norðulandameistari í tvímenning. Hann sést enn í dag á vel völdum mótum og sýnir að hann hefur engu gleymt.


Við í Grindavík eigum einnig Íslandsmeistara unglinga síðustu þriggja ára. Það er  Alex Máni Pétursson, sonur minn sem er án efa Alex Máni Pétursson efnilegasti pílukastari á Íslandi ásamt Alexander Þorvaldssyni sem er einnig héðan úr Grindavík.

Alex Máni Pétursson vann einnig Finnish open youth sem var haldið á sama tíma og Norðurlandamótið í pílukasti var haldið í Finnlandi árið 2018. 


Það er gríðalegur áhugi á pílukasti hér í Grindavík og það verður bæði gagnlegt og gaman þegar við fáum aðstöðu til að geta boðið upp á æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir bæði unglinga og fullorðna hér í Grindavík. Við vitum að bæjarfélagið vill standa þétt við    sitt íþróttafólk og höfum við fengið velyrði fyrir því að fá aðstöðu fljótlega svo hægt sé að virkja alla félagsmenn og halda áfram að vera í fremstu röð í pílukasti á Íslandi." segir Íslandsmeistarinn Pétur að lokum. 

Á neðri myndinni má sjá Alex Mána þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 12. september 2019

Laus störf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 11. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suđurnesjum 2019

Fréttir / 10. september 2019

Laus íbúđ í Víđihlíđ

Fréttir / 6. september 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 5. september 2019

Framkvćmdum viđ undirgöng miđar vel

Fréttir / 2. september 2019

Malbikun í dag, lokanir og hjáleiđir

Fréttir / 2. september 2019

Ţórkatla gefur björgunarvesti 

Fréttir / 30. ágúst 2019

Knattspyrnuţjálfarar óskast til starfa

Fréttir / 30. ágúst 2019

Kylja á Fish House annađ kvöld

Fréttir / 30. ágúst 2019

Malbikun heldur áfram innan bćjarins

Fréttir / 29. ágúst 2019

Gefins af bćjarskrifstofum

Fréttir / 29. ágúst 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

 • Fréttir
 • 11. september 2019

A star is born á Bryggjunni

 • Fréttir
 • 10. september 2019

Lokahóf yngri flokka framundan

 • Fréttir
 • 9. september 2019

12 spora kerfi Vina í bata ađ hefjast

 • Fréttir
 • 5. september 2019

Ţórkötlur fengu gjöf í ţakkarskyni

 • Fréttir
 • 4. september 2019

Bakkalág malbikuđ í dag

 • Fréttir
 • 3. september 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 2. september 2019