Fundur 1509

 • Bćjarráđ
 • 6. mars 2019

1509. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. mars 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi, og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og upplýstu um stöðu framkvæmda. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fá kostnaðaráætlun á þá þætti sem eftir er að vinna svo taka megi húsið í notkun í haust.
        
2.     Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1901086
    Málinu er frestað til næsta fundar.
        
3.     Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 1902060
    Isavia leggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum vinni að samfélagslegum verkefnum í samvinnu við atvinnulífið og hagsmunasamtök út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með verkefnið.
        
4.     Breyting á rekstrarleyfi veitinastaðar - Cactus ehf. - 1902090
    Beiðni um umsögn vegna umsóknar Cactus veitinga ehf að rekstrarleyfi Salthússins fari úr flokki 2 í flokk 3. 

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.
        
5.     Leikskólinn Laut - beiðni um viðauka 2019 vegna Karellen - 1902076
    Skólastjóri Leikskólans Lautar óskar eftir viðauka vegna ársins 2019 að fjárhæð 250.000 kr. á lykilinn 04111-4012 til að kaupa og reka viðbót við leikskólakerfið Karellen til að halda utanum leikskólagjöld. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
6.     Upptökur á bæjarstjórnarfudum - 1902098
    Málið er lagt fyrir af forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eingöngu verði um útsendingu að ræða á meðan á fundi stendur en ekki að upptaka verði geymd á veraldarvefnum. 

Bókun 
Fulltrúi U-listans telur að upptaka ætti að lifa að minnsta kosti að næsta bæjarstjórnarfundi til þess að fleiri hefðu tök á að sjá útsendinguna.
        
7.     Vinnuskólinn - Starfsáætlun 2019 - 1901103
    Verkefni og skipulag Vinnuskólans lögð fram.
        
8.     Lionsklúbbur Grindavíkur Ósk um styrk - 1804018
    Óskað er eftir styrk sem jafngildir leigugjaldi vegna kútmagakvölds í íþróttahúsinu. 

Bæjarráð samþykkir að taka af styrktarlið bæjarráðs til að styrkja Lions vegna húsaleigu kútmagakvöldsins.
        
9.     Styrkbeiðni vegna þorrablóts - 1902097
    Þær íþróttadeildir sem stóðu fyrir þorrablóti 2019 í íþróttahúsinu óska eftir styrk frá Grindavíkurbæ. 

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 400.000 kr. sem tekinn verði af styrktarlið bæjarráðs.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 3. desember 2019

Fundur 1533

Bćjarstjórn / 26. nóvember 2019

Fundur 500

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2019

Fundur 42

Bćjarráđ / 19. nóvember 2019

Fundur 1532

Skipulagsnefnd / 18. nóvember 2019

Fundur 65

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. nóvember 2019

Fundur 41

Bćjarráđ / 12. nóvember 2019

Fundur 1531

Frístunda- og menningarnefnd / 6. nóvember 2019

Fundur 88

Bćjarráđ / 6. nóvember 2019

Fundur 1530

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. október 2019

Fundur 41

Bćjarstjórn / 29. október 2019

Fundur 499

Skipulagsnefnd / 21. október 2019

Fundur 64

Bćjarráđ / 22. október 2019

Fundur 1529

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40

Bćjarstjórn / 24. september 2019

Fundur 498

Skipulagsnefnd / 12. september 2019

Fundur 63

Bćjarráđ / 17. september 2019

Fundur 1526

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Nýjustu fréttir 10

Langleggur og Skjóđa í Kvikunni

 • Fréttir
 • 11. desember 2019

Styrktartónleikum frestađ um viku

 • Fréttir
 • 10. desember 2019

Skólahald tónlistarskólans fellur niđur frá kl. 13:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2019

Skrifborđ og afgreiđsluborđ gefins

 • Fréttir
 • 9. desember 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 9. desember 2019

Grindavík tekur á móti KR í kvöld

 • Fréttir
 • 6. desember 2019